Category Archives: Greinar

Greinar áður birtar á öðrum miðlum.

Af aumingjavæðingu og aðstoð við þá sem þurfa hjálp

Talsverð umræða hefur verið í samfélaginu um stöðu ýmissa jaðarsetta hópa. Það er sérstaklega ánægjulegt að fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málefni utangarðsfólks, því fáir ef nokkrir hópar í samfélaginu eru meira jaðarsettir í okkar samfélagi en þeir sem teljast … Continue reading

Leave a Comment

Filed under Greinar

Kaldar jólakveðjur frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins

Við afgreiðslu á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018 lögðu Sjálfstæðismenn fram tillögu þess efnis að lækka fjárhagsaðstoð borgarinnar. Í stað þess að hækka hana upp í tæpar 189 þúsund krónur á mánuði vildu þeir að hún yrði lækkuð til „samræmis … Continue reading

Leave a Comment

Filed under Greinar

Gullpakkinn – ekki fyrir þig!

Ríkisstjórnin styður „fjölbreytt rekstrarform“ og „valfrelsi“ í heilbrigðiskerfinu. Þetta kann að hljóma spennandi. Hver getur svo sem verið á móti fjölbreytni og valfrelsi fólks? En hvað þýða þessir frasar í raun og veru? Þeir þýða að stjórnvöld hér á landi … Continue reading

Leave a Comment

Filed under Greinar

Í bullandi mótsögn?

Fjárhagsstaða flestra sveitarfélaga landsins er erfið. Eitt helsta baráttumál Sambands íslenskra sveitarfélaga er að tekjuskipting milli ríkis og sveitarfélaga verði endurskoðuð í ljósi nýrra verkefna og aukinna krafna um þjónustu. Sjálfstæðismenn svara því til þegar þeir voru spurðir að því … Continue reading

Leave a Comment

Filed under Greinar

Heilbrigðiskerfi í skattaskjól?

Heilbrigðisráðherra talar sífellt um aukið „val“ í heilbrigðiskerfinu. Frasar á borð við „fjölbreytt rekstarform“ og „valfrelsi“ eru farin að hljóma sem kunnuleg stef. Þetta kann við fystu heyrn að hljóma spennandi, hver getur svosem verið á móti fjölbreytni og valfrelsi? … Continue reading

Leave a Comment

Filed under Greinar

Hver á að græða á heilsugæslunni?

Nú er ljóst að heilbrigðisráðherra er að leggja lokahönd á undirbúning fyrir einkavæðingu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fljótlega verður þeim undirbúningi sem nú stendur yfir í ráðuneytinu lokið og hafist handa við að hrinda í framkvæmd stefnumáli Sjálfstæðismanna um aukinn einkarekstur … Continue reading

Leave a Comment

Filed under Greinar

Hvar eru peningarnir Eygló?

Meirihlutinn í Reykjavík samþykkti á haustmánuðum að veita Félagsbústöðum heimild til að fjölga félagslegum leiguíbúðum borgarinnar um 500 á næstu fimm árum. Í tillögunni er gert ráð fyrir að Reykjavíkurborg leggi fram 30% eigið fé í samræmi við hugmyndir þær … Continue reading

Leave a Comment

Filed under Greinar

Lumar þú á lausnum um sjálfstætt líf?

Reykjavíkurborg tekur nú þátt í norrænni samkeppni um tæknilausnir í þágu sjálfstæðs lífs. Keppnin er haldin á vegum Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar og fimm Norrænna höfuðborga, Reykjavíkur, Oslóar, Kaupmannahafnar, Stokkhólms og Helsinki. Íbúar Norðurlandanna eru að eldast og eftirspurn eftir hagnýtum lausnum … Continue reading

Leave a Comment

Filed under Greinar

Uppbygging félagslegra leiguíbúða í Reykjavík

Sífellt fleiri hafa sótt um félagslegt leiguhúsnæði í Reykjavík síðustu ár. Algjör sprenging varð í umsóknum um slíkt leiguhúsnæði í kjölfar efnahagshrunsins. Við þetta lengdust biðlistar þannig að staðan er með öllu óásættanleg. Nú eru um 1.200 einstaklingar og fjölskyldur … Continue reading

Leave a Comment

Filed under Greinar

Að geðræn áföll mæti skilningi

Handhafi Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins, Klúbburinn Geysir, átti fimmtán ára afmæli nú í september. Í tilefni þess var haldin vegleg og vel heppnuð afmælisveisla þann 20. september, þar sem minnst var með stolti á það góða starf sem þar er unnið  í … Continue reading

Leave a Comment

Filed under Greinar