Velferðarráð samþykkti á fundi sínum á dögunum að festa í sessi tillögu Vinstri grænna þess efnis að atvinnulausir og einstaklingar á fjárhagsaðstoð fái frítt sundkort og bókasafnsskirteini. Tillagan var fyrst flutt af fulltrúa vinstri grænna í borgarstjórn 2010 en hefur verið framlengd til eins árs í senn síðan þá. Nú hefur hinsvegar verið tekin sú ákvörðun að festa þessa ákvörðun í sessi og útvíkka verkefnið þannig menningarkort standi þessum hópi til boða. En í þeim felst frír aðgangur að söfnum borgarinnar auk bókasafnskirteinis. Í greinagerð velferðarsviðs koma fram að um mikilvægt virkni og forvarnarúrræði sé að ræða og því ber að fagna því að þetta fyrirkomulag hafi verð fest í sessi til framtíðar. Um mikilvægt virnkitilboð er að ræða fyrir þennan hóp sem dregur úr áhættu og félagslegri einangrun, viðheldur samfélagslegri þátttöku og bætir lífsskjör einna verst settu hópanna í okkar samfélagi.