Author Archives: elinsig

Dear Friends and members of the Left Green party!

I ask for your support to lead the Left greens in the next elections for City Council. I am 42 years old and I live in Háaleiti with my husband and two children. I have a degree in Sociology and Gender studies and am a licensed Teacher. I have been active in the Left greens for 17 years and done much work for the party, including being Party Secretary for four years. I am now a vice City councillor for the Left Green party.

My vision has always been clear, to work in the interest and welfare of the citizens in a wide sense of that term. Welfare, feminism, housing, education and the welfare of children and human rights for all are among the things I constantly work towards. Together we can create a human, green, cultural and democratic city – for us all.

I will continue to work towards a better society. We need to continue to build affordable housing, end child poverty and work against the marginalisation of our citizens. We need to secure education, kindergartens and school meals for all children. We need to work for equality and end violence against women. Our city needs good public transportation, more city lanes, green public areas and continue to build housing for all, without compromising nature and the citizens. 

Leave a Comment

Filed under Blogg

Á­fram veginn – fyrir rétt­láta Reykja­vík!

Nú þegar kjörtímabilið er senn á enda er ágætt að líta um öxl og skoða árangur okkar Vinstri-grænna í borginni. Listinn af verkefnum er auðvitað mjög langur og fjölmargt sem við höfum áorkað – en ég mun stikla hér á stóru, sérstaklega í þeim málaflokkum sem ég hef unnið að innan borgarkerfisins á yfirstandandi kjörtímabili.

Húsnæðismál eru mikið til umræðu þessa dagana og ástandið víða erfitt. Hinsvegar hefur átt sér stað öflug uppbygging innan félagslega íbúðakerfisins í Reykjavík sem hefur leitt til þess að um helmingi færri bíða nú eftir íbúð en í upphafi kjörtímabils. Stórfelld uppbygging hefur einnig átt sér stað í húsnæði fyrir fatlað fólk og hafa rúmlega 200 einstaklingar fengið úthlutað húsnæði fyrir fatlað fólk það sem af er þessu kjörtímabili. Á sama tíma hafa um 100 heimilislausir fengið úthlutað búsetuúrræði hjá borginni.

Unnin var fyrsta heilstæða stefna borgarinnar gegn sárafátækt barna sem unnin var undir minni forystu. Þar koma fram fjölmargar mikilvægar aðgerðir og eru þær að miklu leyti komnar til framkvæmda. Stærsta aðgerðin þar var að tryggja börnum notenda fjárhagsaðstoðar sérstakar þjónustugreiðslur og tryggja þeim þannig leikskóladvöl og dvöl á frístundaheimili auk skólamáltíða. Sérstakt Virknihús hefur auk þess verið sett á laggirnar til að styðja notendur fjárhagsaðstoðar aftur út í lífið, á þeirra forsendum. Sérstakt húsnæðisúrræði fyrir unga einstæða foreldra á fjárhagsaðstoð var opnað á kjörtímabilinu og úrræðið Tinna til að styðja unga einstæða foreldra aftur út í samfélagið elft í samvinnu við Félagsmálaráðuneytið.

Brugðist var við skýru ákalli um að jafna aðstöðumun kvótaflóttafólks og þeirra sem fá stöðu flóttafólks í kjölfar umsóknar um alþjóðlega vernd hér á landi. Reykjavíkurborg gerði samning við Félagsmálaráðuneytið um stofnun teymis til að sinna þjónustu við þá sem fá stöðu flóttafólks í kjölfar umsóknar um alþjóðlega vernd. Alls fá nú um 500 manns aukna þjónustu samkvæmt samningnum og er um að ræða félagslega ráðgjöf, húsnæðisstuðning ásamt aðstoð til einstaklinga að taka sín fyrstu skref út í samfélagið. Sérstakt alþjóðateymi hefur verið stofnað á velferðarsviði til að efla þjónustu velferðarsviðs við fólk af erlendum uppruna í takt við nýja velferðarstefnu borgarinnar.

Reykjavík var fyrsta sveitarfélagið til að samþykkja nýjar reglur um stoð-og stuðningþjónustu við fatlað fólk. Nýjar reglur voru settar að teknu tilliti til lagabreytinga í málaflokknum. Með nýjum reglum er ætlunin að auka samvinnu við notendur þjónustu og gera hana mun sveigjanlegri en nú er. Lögð er áhersla á virðingu fyrir ólíkum einstaklingum og þörfum, sjálfræði og valdeflingu allra til að taka þátt í samfélaginu á eigin forsendum.Nýjar reglur eru réttindareglur sem byggja á hugmyndafræði um sjálfstætt líf og þjónustu á forsendum notenda.

Ráðist hefur verið í fjölmörg verkefni til að bæta þjónustu við aldraða í borginni. Samþætt heimaþjónusta og heimahjúkrun hefur verið elfd. Sérhæfða öldrunarteymið SELMA hefur tekið til starfa. Tilraunaverkefni um félagslegan stuðning við einstaklinga með heilabilun er farið af stað auk þess sem nýjar reglur um stuðningsþjónustu við eldra fólk hafa tekið gildi. Mikilvægt er að halda áfram að efla þá þjónustu sem fyrir er en bæta einnig þjónustu í heimahúsum með nýjum verkefnum og halda áfram samþættingu þjónustu með áherslu á þverfaglegt samstarf. Halda þarf áfram að efla þjónustu heim, leggja áherslu á nýsköpun og velferðartækni og eflingu fagstétta í félags- og heilbrigðisþjónustu

Margvísleg skref hafa verið stigin fyrir börnin i borginni á kjörtímabilinu. Dregið hefur verið ur gjaldtöku úr á börn og barnafjölskyldur og greiða reykvískar fjölskyldur nú aðeins námsgjald fyrir eitt barn og fæðisgjald fyrir tvö börn, þvert á skólastig. Unnið hefur verið markvisst að fjölgun leikskólaplássa og opnun ungbarnadeilda við borgarrekna grunnskóla. Farið hefur verið í ítarlega úttekt á skólahúsnæði í borginni og fjármagn tryggt í nauðsynlegar endurbætur á bæði skólahúsnæði og skólalóðum. Íslenskuver hafa verið sett á laggirnar til að efla íslenskukennslu barna af erlendum uppruna og verkefnið Betri borg fyrir börn, sem felst í þverfaglegri nálgun í þjónustu við börn milli félagsþjónustu og skóla verður innleitt í öll hverfi borgarinnar.

Hér er aðeins stiklað á stóru í þeim fjölmörgu verkefnum sem ráðist hefur verið í á kjörtímabilinu. Meðal annarra verkefna má nefna nýja hjólreiðaáætlun, innleiðingu á Græna planinu, viðbyggingu og endurbætur á Grófarhúsi til að mæta þörfum framtíðarbókasafnsins, ný dýraþjónusta, endurgjaldslaus námsgögn í skólum og aðgengi að túrvörum tryggt. Mikilvægt er að halda áfram að vinna í átt að réttlátari Reykjavík, þar sem áhersla á velferð borgarbúa og umhverfi borgarinnar er tvinnað saman. Þar mun ég leggja mig alla fram, héreftir sem hingað til.

Greinin birtist fyrst á Vísi

Leave a Comment

Filed under Greinar

Byggjum á því sem virkar – raun­veru­legar að­gerðir i hús­næðis­málum!

Staðan á húsnæðismarkaði hefur varla farið fram hjá neinum síðustu misseri. Fasteignaverð heldur áfram að hækka og er það orðið nánast ómöglegt fyrir fyrstu kaupendur að festa kaup á íbúð. Mörgu hefur verið slengt fram í umræðunni, oft til að slá pólitískar keilur og koma fram með einfaldar lausnir á flóknum vanda. Ljóst er að opinber inngrip og eftirlit á húsnæðismarkaði er nauðsynlegt til að viðhalda stöðugleika og tryggja framboð sem mætir þörfum almennings hverju sinni. Það liggur fyrir að núverandi aðgerðir stjórnvalda hafa staðið undir um þriðjungi húsnæðisuppbyggingar síðustu ár – en betur má ef duga skal.

Almenna íbúðakerfið með óhagnaðardrifnum leigufélögum á borð við Bjarg hefur þegar sannað gildi sitt. Hægt er að auka stofnframlög og auka þannig framboðið af almennum íbúðum. Fleiri aðilar, til dæmis Reykjavíkurborg, geta stofnað leigufélag inn í almenna íbúðakerfið. Auk þess að efla almenna íbúðakerfið þurfa stjórnvöld að skoða endurreisn félagslega eignaíbúðakerfisins að fullri alvöru til að fjölga megi valkostum á húsnæðismarkaði. Fleiri sveitarfélög hér á höfuðborgarsvæðinu geta tekið frekari þátt í uppbyggingu almenna íbúðakerfisins en tæp 90% af almennum íbúðum eru í Reykjavík. Auk þess sem 62% húsnæðisuppbyggingar í borginni var á vegum óhagnaðardrifinna félaga árið 2021.

Hlutdeildarlánin eru ætluð fyrstu kaupendum til að auðvelda þeim að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Mikilvægt er útvíkka það kerfi og efla enn frekar til framtíðar. Standa þarf vörð um opinberan húsnæðissjóð að norrænni fyrirmynd til að fjármagna slíka lánastarfssemi og uppbyggingu. En auk þess að tryggja að fólk geti keypt eða leigt húsnæði á viðráðanlegum kjörum þarf að tryggja framboð húsnæðis sem mætir þörfum fólks. Það má gera með fjölbreyttum leiðum; til dæmis með hagstæðri fjármögnun til uppbyggingaraðila hagkvæms húsnæðis, eflingu almenna íbúðakerfisins eða stofnun opinbers húsnæðisfélags i eigu ríkis og / eða sveitarfélaga og skoða einnig eindurreisn félagslega eignaíbúðakerfisins.

Byggjum á þvi sem virkar, sagði forseti ASÍ í Silfri Eigils á dögunum. Ég tek fyllilega undir þau orð, byggjum rétt, byggjum nóg og byggjum fyrir fólk en ekki fjármagn.

Greinin birtist fyrst á Vísi

Leave a Comment

Filed under Greinar

Raunverulegar aðgerðir í þágu eldra fólks í borginni!

Reykjavíkurborg veitir eldri borgurum margvíslega þjónustu. Markmiðið með þjónustunni er ávallt að borgarbúar á öllum aldri geti blómstrað og fengið þá aðstoð sem þeir þurfa til að lifa innihaldsríku og sjálfstæðu lífi. Til að samræma og gera þjónustu borgarinnar við eldri borgara markvissari var ákveðið móta heildstæða stefnu í málaflokknum. Ný stefnumótun, „Aldursvæn og heilsueflandi borg“, var samþykkt í borgarstjórn vorið 2018 og var sú vinna unnin undir forystu Vinstri grænna. Í stefnunni er lögð áhersla á aukin lífsgæði eldri borgara. En stefna er eitt og aðgerðir eru annað. Mikilvægt er að orðum fylgi raunverulegar aðgerðir. Nú þegar kjörtímabilið er brátt á enda er lag að fara aðeins yfir þau verkefni sem ráðist hefur verið í til að bæta þjónustu við eldra fólk.

  
Nýr samningur við Sjúkratryggingar um samþætta heimaþjónustu og heimahjúkrun var undirritaður í lok árs 2020. Í honum er lögð áhersla á að efla getu heimahjúkrunar Reykjavíkur til að nýta velferðartækni í auknum mæli samhliða því að fjölga vitjunum, auka sérhæfingu og þverfaglega teymisvinnu t.d. með sérstöku endurhæfingarteymi í heimahúsum og hjartabilunarteymi. Mikil tækifæri liggja í velferðartækni og hefur Reykjavíkurborg sett á laggirnar sérstaka velferðartæknismiðju þar sem þróa má og prófa ýmsar lausnir sem nýta má í þjónustu við aldraða, bæði heimavið og á hjúkrunarheimilum.

Sett hefur verið á laggirnar sérhæft öldrunarteymi Reykjavíkurborgar, SELMA, en sú þjónusta miðar að því að styrkja innviði heimahjúkrunar og auka gæði þjónustunnar. Starfsemin er tvíþætt og felst í vitjunum í heimahús auk sérstakrar símaþjónustu og ráðgjafar og er markmiðið að með auknum stuðningi heim megi fækka sjúkrahúsinnlögnum aldraðra. Hingað til hefur verið mikil vöntun á slíkri samhæfingu milli þjónustukerfa. Verkefnið hefur þegar sannað gildi sitt og  komið í veg fyrir óþarfa ferðir á bráðamóttöku sem og elft stuðning við hjúkrunarfræðinga heimahjúkrunar.

Tilraunaverkefni um félagslegan stuðning við einstaklinga með heilabilun fór af stað í byrjun árs 2022. Verkefnið er unnið í samráði við helstu hagsmunaaðila. Stuðningurinn er veittur á kvöldin, um helgar eða þegar það hentar viðkomandi einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Um leið og stuðningur verður veittur einstaklingi með heilabilun gest aðstandeum hans kostur á að fara út af heimilinu og sinna hugðarefnum sínum með þá vissu að aðstandandinn sé í öruggum höndum. Vonast er til að hægt verði að létta álagi af heimilum og bæta lífsgæði fjölskyldunnar. 

Nýlega hafa síðan tekið gildi nýjar reglur um stuðningsþjónustu við eldra fólk í borginni og leysa þær af fyrri reglur um félagslega heimaþjónustu. Helsta breytingin felst í að ríkari áhersla er lögð á samvinnu við umsækjanda um það hvers konar stuðning hann þurif á að halda. Ný nálgun í veitingu þjónustu er talin gega mætt stuðingsþörfum fólks með heildstæðari hætti en áður, sveiganleiki eykst og umsýsla verður einfaldari.

Hér hefur verið stiklað á stóru varðandi bætta þjónustu við eldra fólk í Reykjavík á yfirstandandi kjörtímabili. Mikilvægt er að halda áfram að efla þá þjónustu sem fyrir er en bæta einnig þjónustu í heimahúsum með nýjum verkefnum og halda áfram samþættingu þjónustu með áherslu á þverfaglegt samstarf. Halda þarf áfram að efla þjónustu heim, leggja áherslu á nýsköpun og velferðartækni og eflingu fagstétta í heilbrigðisþjónustu. Höldum ótrauð áfram að bæta þjónustu við eldra fólk í Réttlátari Reykjavík!

Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.

Greinin birtist fyrst i Morgunblaðinu 21.02.2022.

Leave a Comment

Filed under Greinar

Vel­ferðar­tækni – tæki­færi til fram­tíðar!

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur haft það sem stefnu frá árinu 2018 að nýta velferðartækni til að auðvelda fólki að búa á eigin heimili við betri lífsgæði, þrátt fyrir öldrun, fötlun eða veikindi. Tilgangurinn með nýtingu velferðartæknilausna er að stuðla að sjálfstæðu lífi fólks og gera þeim kleift að taka virkan þátt í samfélaginu. Velferðartækni samanstendur af innleiðingu hverskyns tæknilausna sem hjálpa til við að viðhalda og/eða efla velferðarþjónustu í víðum skilningi. Markmiðið með innleiðingu velferðatæknilausna er að gera þjónustuna bæði einfaldari og skilvirkari bæði fyrir notendur og starfsfólk, auðvelda samskipti og rjúfa félagslega einangrun. Hjá Reykjavíkurborg er starfrækt Velferðartæknismiðja og hefur hún það verkefni að framkvæma þarfagreiningar, koma á samstarfi, meta og prófa og loks innleiða lausnir á sviði velferðartækni. Dæmi um verkefni er tilraunaverkefni með skjáheimsóknir í heimaþjónustu Reykjavíkur, prófanir með rafræna lyfjaskammtara í heimaþjónustu, verkefni á sviði tæknilæsis auk fjölmargra annarra verkefna.

Innleiðing velferðartæknilausna stuðlar að sjálfstæðu lífi fólks og eykur sveiganleikan i þjónustunni. Auk þess er mikilvægt að taka ætíð mið af siðferðislegum gildum og sjálfsákvörðunarrétt notenda þegar slík tækni er innleidd. Loks felast mikil tækifæri í innleiðingu slíkar tækni til að bæta aðstæður stafsmanna í velferðarþjónustu og stuðla að aukinni vinnurvernd. Nú er að hefjast endurskoðun á stefnu um velferðartækni hjá Reykjavíkurborg og mun ég leiða þá vinnu. Ég trúi því að ótal tækifæri felist í aukinni notkun á velferðartækni, auk þess að vera notendavæn og einstaklingsmiðuð fæst meiri tími til að sinna notendum þjónustunnar. Tæknilausnir eru til þess að einfalda okkur öllum lífið.

Greinin birtist fyrst á Vísi

Leave a Comment

Filed under Greinar

Hinseginfræðsla til foreldra grunnskólanema í Reykjavík

Fögnum fjölbreytileikanum

Forseti, borgarfulltrúar og fulltrúar í Reykjavíkurráði ungmenna

Ég vil byrja á að þakka Sigríði Erlu Borgarsdóttur, fulltrúa  í ungmennaráði Laugardals, Háaleitis og Bústaða fyrir mjög brýna tillögu um hinseginfræðslu til foreldra grunnskólanema í Reykjavík.

Hinsegin fjölskyldur finnast um alla borg, en við búum í samfélagi þar sem gagnkynhneigð og sís (það að vera ekki trans) eru viðmiðin og þessvegna er hinsegin fólk í meiri hættu á að verða fyrir útilokun, mismunun, fordómum, einelti og annars konar ofbeldi. Þetta birtist víða í samfélaginu, ekki síst innan skólakerfisins þar sem börn eyða stórum hluta af sínum tíma. Það er hlutverk okkar allra að skapa hinseginvænt skólasamfélag, staðan hinsegin ungmenna er óviðunandi innan skólanna í dag, nokkuð sem könnun á líðan hinsegin ungmenna í íslensku skólaumhverfi staðfestir. Til þess að skólar geti verið hinsveginvænir þarf að virkja allt skólasamfélagið, nemendur, kennara/starfsfólk og foreldra. Það eru hinsegin börn í öllum skólum borgarinnar og þau eru alls konar, rétt eins og önnur börn. Einnig tilheyra mörg börn hinsegin fjölskyldum.

Mikilvægt er að gera ráð fyrir því að foreldrar, forsjáraðilar og fjölskyldur nemenda geta verið hinsegin. Huga þarf að ýmsum þáttum til þess bæði að tryggja það að hinsegin fjölskyldur séu teknar með í reikninginn, finni fyrir því að þær séu velkomnar og gert sé ráð fyrir þeim, en einnig til þess að nemendur upplifi sig ekki út undan eða frávik fyrir það að eiga hinsegin fjölskyldu. Það þarf að huga að því hvernig fjölskyldur eru ávarpaðar, hverjum er gert ráð fyrir á eyðublöðum, hvernig þeim er boðið að taka þátt í skólastarfi, hvernig talað er um fjölskyldur í skólastofunni o.s.frv. Einnig þarf að huga að minnihlutaálagi hjá hinsegin foreldrum og forsjáraðilum. Það verður því að vera algjörlega skýrt að hinseginnemendur og hinsegin fjölskyldur séu velkomnar í Reykvískum skólum. Það er okkar allra sem sitjum í Borgarstjórn Reykjavíkur að tryggja hingseginvæna orðræðu, innan skólans, veggja heimilisins og samfélagsins alls. Mannréttindaskrifstofa hefur tekið saman mikilvæga gátlista um hinseginvæna skóla, fyrir öll skólastig, sem mikilvægt er að nýta vel.

Reykjavíkurborg er eina sveitarfélag landsins sem er með starfandi sérfræðing í hinsegin málefnum. Sérstakir gátlistar hafa verið útbúnir til að gera skóla bæði hinsvegim, og transvæna og fá allir skólar stuðning við það mikilvæga verkefni að gera skólana þannig að öll upplifi sig velkomin. Starfsstöðvum Reykjavíkurbogar þmt. grunnskólum, stendur einnig til boða að fá Regnbogavottun og gera þannig starfsumherfi og viðhorf starfsólks hinseginvænna. Einhverjir starfsstaðir skóla- og frístundasviðs hafa farið í gegnum slíka vottun en stærsti hluti á það þó eftir.

Reykjavíkurborg hefur verið með samning við Samtökin 78 um hinseginfræðslu í skólum frá árinu 2014. Í núverandi samningi við Samtökin 78 sem undirritaður var í lok árs 2020 kemur fram að mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa sér um hinsegin fræðslu til starfsfólks í skóla- og frístundastarfi og Samtökin 78 sjái um hinseginum fræðslu til nemenda. Því er nú í boði bæði fræðsla til kennara og nemenda. Foreldrar geta svo fengið ráðgjöf bæði hjá ráðgjafarþjónustu samtakanna auk þess sem fulltrúar frá mannréttindskrifstofu og jafnréttisskólanum hafa oft komið inn og veitt stuðning til aðstandenda. Þó hefur hingað til ekki verið markviss hinsveginfræðsla til allra foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, líkt og lagt er hér til. Því er fyllilega vert að skoða hvernig hægt sé að auka hinsveginfræðslu til foreldra grunnskólabarna í Reykjavík með markvissari hætti en nú er gert.

Um leið og ég þakka ungmennaráðsfulltrúa Laugardals, Háaleitis og Bústaða fyrir mikilvæga tillögu vill ég leggja til að tillögunni verði vísað til Skóla-og frístundasviðs til frekari skoðunar innan borgarkerfisins í samráði við mannréttindskrifstofu borgarinnar og jafnréttisskólann, með það að markmiði að sjá hvernig bæta megi fræðslu til foreldra grunnskóalbarna um hinsegin málefni.

Ræða flutt í borgarstjórn 8. febrúar 2022.

Leave a Comment

Filed under Ræður

Hverfa­kórar í Reykja­vík – aukum að­gengi barna að tón­listar­námi

Í Reykjavík blómstrar öflugt tónlistarlíf sem hefur hlotið verðskuldaða athygli á heimsvísu. Rannsóknir sýna fram á ótvíræðan ávinning barna af því að stunda tónlistarnám. Í dag fer fram eins öflugt tónlistaruppeldi og tök eru á bæði innan leik- og grunnskóla, skólahljómsveita og tónlistarskóla. Ljóst er þó að aðgengi barna að tónlistarnámi er takmarkað og mismunandi eftir borgarhlutum. Mikilvægt er að borgaryfirvöld sýni áhuga og skilning á stöðu og gildi tónlistar og vinni markvisst að því að tónlistarnám standi öllum börnum til boða óháð búsetu eða efnahag foreldra.

Stýrihópur um framtíðarskipan tónlistarnáms, sem ég átti sæti í, skilaði tillögum sínum að stefnu sem samþykkt var í borgarstjórn sl. sumar. Í tillögunum kemur fram að það er áríðandi að við ryðjum úr vegi þeim hindrunum sem takmarka aðgengi barna að tónlistarnámi. Stuðla þarf að auknum jöfnuði þegar kemur að tónlistarnámi, bæði með því að minnka kostnaðarþátttöku en líka með því að vinna að markvisst að kynningu og hvatningu til tónlistarnáms um alla borg. Stór liður í því að gefa fleiri börnum kost á að stunda tónlistarnám er að efla starf skólahljómsveita borgarinnar og auka samstarf tónlistarskóla og skólahljómsveita við skóla borgarinnar, þannig að sem flest börn geti stundað tónlistarnám innan veggja skólans á skólatíma. Einnig þarf markvisst að draga úr kostnaðarþátttöku foreldra, m.a. með skipulagsbreytingum sem stuðla að nýsköpun í tónlistarkennslu og draga úr stjórnunarkostnaði í kerfinu þannig að sem mest af því fjármagni sem veitt er til málaflokksins nýtist beint til kennslu barna.

En stefna er eitt og aðgerðir er annað. Aðgerðaráætlun með stefnunni er nú í vinnslu á skóla-og frístundasviði borgarinnar í samráði við helstu hagaðila. Þó voru tvær tillögur samþykktar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022. Sú fyrri var að hefja tilraunaverkefni með stofnun barnakóra, svokallaðra Hverfakóra, í tveimur hverfum borgarinnar, Grafarvogi og Laugardal/Háaleiti, til að byrja með. Hverfakórarnir munu starfa innan skólahjómsveitanna. Auk þess var samþykkt tilraunaverkefni til að bjóða upp á fría hópakennslu í hljóðfærakennslu í Árbæjarskóla, en það verkefni er til þess fallið að auka samstarf um hljóðfærakennslu innan skólanna með áherslu á hópkennslu þannig að hægt sé að ná til fleiri barna. Mikilvægt er að ljúka við gerð aðgerðaráætlunarinnar og tryggja fjármagn þannig að hægt verði að stíga fleiri skref til að auka aðgengi barna að tónlistarnámi. Það er brýnt réttlætismál í Reykjavík, fyrir okkur öll.

Greinin birtist fyrst á Vísi

Leave a Comment

Filed under Greinar

Virkni­hús – öll á­taks­verk­efni Reykja­víkur­borgar á einum stað

Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í lok árs 2020 að stofna sérstakt Virknihús í borginni sem nú er komið í fullan gang. Tillagan kom frá starfshópi um endurskoðun átaksverkefna Velferðarsviðs sem ég tók þátt í að móta. Í Virknihúsi getur fólk nálgast margþættar leiðir í endurhæfingu fyrir þátttöku á vinnumarkaði eða í átt til aukinnar virkni og þátttöku í samfélaginu. Markmiðið með starfseminni er ávallt umað bæta lífsgæði fólks og auka tækifæri þess í lífinu með áherslu á sjálfsstyrkingu, nám og bata. Enda er gríðarlega mikilvægt að skapa tækifæri fólk til að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum á nýjan leik í kjölfar áfalla og veikinda. Í Virknihúsi er haldið utan um öll virkniúrræði Velferðarviðs borgarinnar á einum stað, þ.e Grettistak, Kvennasmiðju, IPS-ráðgjöf, Tinnu og Bataskólann. Virknihúsinu hefur einnig verið falið að hafa yfirsýn yfir slík úrræði á vegum félagasamtaka. Með því að sameina úrræðin á einn stað má minnka flækjustig, einfalda utanumhald og skapa fjölbreyttari tækifæri fyrir þau sem eru að stíga skrefin aftur út í samfélagið.

Með því að bjóða upp á margvísleg úrræði má betur mæta þörfum hvers og eins. Grettistak er endurhæfingarúrræði fyrir fólk með langvarandi félagslegan vanda vegna vímuefnaneyslu. Markmiðið er að styðja fólk til þátttöku í námi, vinnu eða annarri virkni. Kvennasmiðjan er fyrir einstæðar mæður á aldrinum 24-45 ára sem eiga við langvarandi félagslegan vanda að stríða. IPS (Individual Placement and Support) verkefnið hófst árið 2019 og miðar að því að veita einstaklingsbundna aðstoð við að finna störf út frá áhugasviði og getu hvers og eins. Alls hafa 118 einstaklingar fengið þjónustu í verkefninu. Tinnu-verkefnið er unnið í samstarfi við Félagsmálaráðuneytið og miðar sérstaklega að einstæðum foreldrum á aldrinum 18-30 ára sem eru utan vinnumarkaðar og glíma við langvarandi félagslegan vanda. Verkefnið felur í sér víðtækt þverfaglegt samstarf ólíkara aðila innan velferðar- og menntakerfisins og vinnumiðlunar á vegum Vinnumálastofnunar. Bataskólinn er fyrir 18 ára og eldri sem eru með geðrænar áskoranir þar er upp á ýmis námskeið út frá batamiðaðri nálgun. Markmið endurhæfingar er ávallt að bæta lífsgæði fólks og styðja til þátttöku í samfélaginu á nýjan leik.

Mikilvægt er að styðja notendur fjárhagsaðstoðar og þá sem eru að fóta sig í samfélaginu á nýjan leik eftir hvers kyns áföll, fíknisjúkdóma eða geðrænar áskoranir. Með öflugu Virknihúsi getur Reykjavíkurborg mætt þörfum fjölbreytts hóps með einstaklingsbundnari hætti. Öll eiga rétt á tækifæri til þátttöku í Reykjavík.

Greinin birtist fyrst á vísi.is

Leave a Comment

Filed under Greinar

Framboðstilkynning

Ljósmynd; Jón Snær

Kæru félagar!

Ég býð mig fram í til að leiða lista Vinstri grænna í komandi borgarstjórnarkosningum.

Borgarmálin hafa átt hug minn allan frá því að ég tók fyrst sæti sem varamaður í Velferðarráði Reykjavíkurborgar fyrir fimmtán árum síðan.

Mín hugsjón er hefur ávallt verið skýr: að vinna í þágu velferðar allra borgarbúa í víðasta skilningi þess hugtaks. Velferðarmál, kvenfrelsi, húsnæðismál, menntun og velferð barna ásamt mannréttindum jaðarsettra hópa hafa ávallt verið mér hugleikin. Eins hvernig við sköpum mannvæna, græna og lýðræðislega menningarborg fyrir komandi kynslóðir. Ég hef ávallt haft það að leiðarljósi í mínum störfum að það eru ekki alltaf þeir sem eru í mestri þörf hverju sinni sem hafa hæstu röddina.

Ég mun halda áfram að berjast af fullum heilindum fyrir bættu samfélagi. Halda þarf áfram að byggja upp félagslegt leiguhúsnæði og vinna að samfélagi þar sem fátækt barna og jaðarsetning fólks verður ekki liðin. Þjónustugreiðslur sem tryggja fátækustu börnunum í borginni leikskóladvöl, skólamat og frístund var vissulega mikilvægt skref – en nú þarf að stíga það til fulls, tryggja öllum börnum aðgang að skóla- og frístundastarfi óháð efnahag foreldra og brúa billið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Ég mun vinna að jafnrétti og berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Byggjum upp öflugar almenningssamgöngur og flýtum uppbyggingu borgarlínu, fjölgum hjólastígum, grænum svæðum og vinnum áfram að húsnæðisuppbyggingu í sátt við umhverfið og íbúana.

Ég óska eftir ykkar stuðningi til að halda áfram þeim brýnu verkefnum sem framundan eru við að gera Reykjavík að manneskjulegri velferðarborg þar sem öll fái lifað með reisn.

Ég óska eftir stuðningi ykkar í fyrsta sætið í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.

Með vinsemd og virðingu, Elín Oddný Sigurðardóttir, #ellusellan.

Leave a Comment

Filed under Blogg

Áramótakveðja frá #ellusellunni

Árið 2021 var viðburðarríkt ár, fjölmörg verkefni, sem ekki er hægt að telja öll upp hér urðu að veruleika. Hér koma aðeins nokkur þeirra.

Ráðgjafastofa Innflytjenda opnaði, tíðarvörur urðu gjaldfrjálsar í skólum borgarinnar, rekstur hinsegin félagsmiðstöðvar var styrktur, ný hjólreiðastefna var samþykkt, aðstöðumunur milli kvótaflóttafólks og umsækjanda um alþjóðlega vernd var jafnaður, verkefnið Betri borg fyrir börn verður innleitt í öll hverfi borgarinnar, uppbygging búsetuúrræða hélt áfram sem og fjölgun almennra félagslegra leiguíbúða, ný Velferðarstefna var samþykkt og haldið var áfram að efla þjónustu fjölga búsetukostum fyrir heimilislaust fólk í borginni, undirbúningur fyrsta neyslurýmisins er í höfn og fjölmörg verkefni hafa verið sett á laggirnar til að bæta þjónustu við eldra fólk á heimilum sínum, s.s SELMA og nýtt tilraunaverkefni um aukna félagslega heimaþjónustu fyrir heilabilaða.

Ómögulegt er fyrir mig að telja allt upp hér sem ég hef unnið að á þessu erilsama ári, verkefnin eru fjölmörg og ávallt þarf að gera betur í allri þjónustu við borgarbúa. En stoltust er ég af því að hafa komið á nauðsynlegum breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð til að tryggja fátækustu börnunum í borginni leikskóladvöl, skólamat ásamt dvöl á frístundaheimili. Munum að það eru ekki alltaf þau sem eru í mestri þörf sem hafa hæstu röddina. Hlakka til áframhaldandi verkefna á nýju ári, það er sannarlega af nógu að taka.

Takk öll fyrir samstarfið, hvatninguna og stuðninginn. Hann er ómetanlegur.

Leave a Comment

Filed under Blogg