Category Archives: Blogg

Skrifað f. elinsig.is

Dear Friends and members of the Left Green party!

I ask for your support to lead the Left greens in the next elections for City Council. I am 42 years old and I live in Háaleiti with my husband and two children. I have a degree in Sociology and Gender studies and am a licensed Teacher. I have been active in the Left greens for 17 years and done much work for the party, including being Party Secretary for four years. I am now a vice City councillor for the Left Green party.

My vision has always been clear, to work in the interest and welfare of the citizens in a wide sense of that term. Welfare, feminism, housing, education and the welfare of children and human rights for all are among the things I constantly work towards. Together we can create a human, green, cultural and democratic city – for us all.

I will continue to work towards a better society. We need to continue to build affordable housing, end child poverty and work against the marginalisation of our citizens. We need to secure education, kindergartens and school meals for all children. We need to work for equality and end violence against women. Our city needs good public transportation, more city lanes, green public areas and continue to build housing for all, without compromising nature and the citizens. 

Leave a Comment

Filed under Blogg

Framboðstilkynning

Ljósmynd; Jón Snær

Kæru félagar!

Ég býð mig fram í til að leiða lista Vinstri grænna í komandi borgarstjórnarkosningum.

Borgarmálin hafa átt hug minn allan frá því að ég tók fyrst sæti sem varamaður í Velferðarráði Reykjavíkurborgar fyrir fimmtán árum síðan.

Mín hugsjón er hefur ávallt verið skýr: að vinna í þágu velferðar allra borgarbúa í víðasta skilningi þess hugtaks. Velferðarmál, kvenfrelsi, húsnæðismál, menntun og velferð barna ásamt mannréttindum jaðarsettra hópa hafa ávallt verið mér hugleikin. Eins hvernig við sköpum mannvæna, græna og lýðræðislega menningarborg fyrir komandi kynslóðir. Ég hef ávallt haft það að leiðarljósi í mínum störfum að það eru ekki alltaf þeir sem eru í mestri þörf hverju sinni sem hafa hæstu röddina.

Ég mun halda áfram að berjast af fullum heilindum fyrir bættu samfélagi. Halda þarf áfram að byggja upp félagslegt leiguhúsnæði og vinna að samfélagi þar sem fátækt barna og jaðarsetning fólks verður ekki liðin. Þjónustugreiðslur sem tryggja fátækustu börnunum í borginni leikskóladvöl, skólamat og frístund var vissulega mikilvægt skref – en nú þarf að stíga það til fulls, tryggja öllum börnum aðgang að skóla- og frístundastarfi óháð efnahag foreldra og brúa billið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Ég mun vinna að jafnrétti og berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Byggjum upp öflugar almenningssamgöngur og flýtum uppbyggingu borgarlínu, fjölgum hjólastígum, grænum svæðum og vinnum áfram að húsnæðisuppbyggingu í sátt við umhverfið og íbúana.

Ég óska eftir ykkar stuðningi til að halda áfram þeim brýnu verkefnum sem framundan eru við að gera Reykjavík að manneskjulegri velferðarborg þar sem öll fái lifað með reisn.

Ég óska eftir stuðningi ykkar í fyrsta sætið í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.

Með vinsemd og virðingu, Elín Oddný Sigurðardóttir, #ellusellan.

Leave a Comment

Filed under Blogg

Áramótakveðja frá #ellusellunni

Árið 2021 var viðburðarríkt ár, fjölmörg verkefni, sem ekki er hægt að telja öll upp hér urðu að veruleika. Hér koma aðeins nokkur þeirra.

Ráðgjafastofa Innflytjenda opnaði, tíðarvörur urðu gjaldfrjálsar í skólum borgarinnar, rekstur hinsegin félagsmiðstöðvar var styrktur, ný hjólreiðastefna var samþykkt, aðstöðumunur milli kvótaflóttafólks og umsækjanda um alþjóðlega vernd var jafnaður, verkefnið Betri borg fyrir börn verður innleitt í öll hverfi borgarinnar, uppbygging búsetuúrræða hélt áfram sem og fjölgun almennra félagslegra leiguíbúða, ný Velferðarstefna var samþykkt og haldið var áfram að efla þjónustu fjölga búsetukostum fyrir heimilislaust fólk í borginni, undirbúningur fyrsta neyslurýmisins er í höfn og fjölmörg verkefni hafa verið sett á laggirnar til að bæta þjónustu við eldra fólk á heimilum sínum, s.s SELMA og nýtt tilraunaverkefni um aukna félagslega heimaþjónustu fyrir heilabilaða.

Ómögulegt er fyrir mig að telja allt upp hér sem ég hef unnið að á þessu erilsama ári, verkefnin eru fjölmörg og ávallt þarf að gera betur í allri þjónustu við borgarbúa. En stoltust er ég af því að hafa komið á nauðsynlegum breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð til að tryggja fátækustu börnunum í borginni leikskóladvöl, skólamat ásamt dvöl á frístundaheimili. Munum að það eru ekki alltaf þau sem eru í mestri þörf sem hafa hæstu röddina. Hlakka til áframhaldandi verkefna á nýju ári, það er sannarlega af nógu að taka.

Takk öll fyrir samstarfið, hvatninguna og stuðninginn. Hann er ómetanlegur.

Leave a Comment

Filed under Blogg

Fríar tíðavörur í grunn­skólum Reykja­víkur­borgar!

Skóla-og frístundaráð hefur samþykkt tillögu ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða um fríar tíðavörur í alla grunnskóla og félagsmiðstöðvar borgarinnar frá og með haustinu 2021. Ég vil byrja á að þakka fulltrúum sérstaklega fyrir þessa mikilvægu tillögu, þegar ungt fólk talar er það okkar kjörinna fulltrúa að hlusta. Ljóst er að aðgengi að tíðavörum er mikilvægt jafnréttismál. Ungmenni hafa ekki val um hvort og hvenær blæðingar hefjast og því mikilvægt að auðvelda aðgengi að tíðavörum á salernum í skólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar.

Það getur aukið verulega á kvíða og streitu ungmenna að óttast að byrja á blæðingum á skólatíma eða þurfa að fara á salernið án þess að hafa tíðavörur meðferðis. Haustið 2018 hófst tilraunaverkefni um aukna markvissa kynfræðslu í tveimur skólum borgarinnar, samhliða fræðslunni hefur verið boðið upp á fríar tíðavörur á salernum skólans. Reynslan af verkefninu hefur verið afar jákvæð og þykir þeim nemendum sem hafa blæðingar öryggi felast í því að geta gengið að tíðavörunum vísum ef á þarf að halda.

Aðgengi að tíðavörum er auk þess mikilvægt heilsufarsmál, og staðan því miður þannig í heiminum í dag að aðgengi að slíkum vörum er víða ábótavant sem ógnar lífi og heilsu fólks víða um heim. Nú þegar hafa stjórnvöld lækkað virðisaukaskatt á tíðavörum og þannig viðurkennt að um nauðsynjavörur er að ræða fyrir um helming mannkyns og má þannig líkja við kaup á salernispappir, handþurrkum og öðrum slíkum vörum í skólum. Samhliða því að tryggja aukið aðgengi að tíðavörum er mikilvægt að auka fræðslu um tíðavörur á borð við álfabikar, fjölnota bindi og tíðarnærbuxur og auka þekkingu á þeim fjölmörgu valkostum sem nú bjóðast. Auk þess er mikilvægt að allir nemendur hljóti fræðslu um líkamlegan þroska allra kynja þannig að vinna megi gegn þeirri skömm sem oft fylgir því að byrja á blæðingum. Slíkum fordómum er best eytt með upplýsingum og því er mikilvægt að skólasamfélagið vinni saman að því að draga úr skömm sem fylgir eðlilegri líkamlegri starfssemi um helmings mannkyns.

Ég fagna þessarri tillögu og óska ykkur öllum til hamingju með fríar tíðavörur í grunnskólum borgarinnar.

Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.

Greinin birtist fyrst á vísi

Leave a Comment

Filed under Blogg, Greinar

#ellusellan

Nú fara verkefnin framundan að skýrast, ljóst er að fyrstu varaborgarfulltrúar munu áfram gegna fjölbreyttum störfum i þágu borgarbúa. Auk þess að vera varaborgarfulltrúi vinstri grænna verð ég áfram fulltrúi í velferðarráði og tek sæti í nýju menningar- íþrótta og tómstundaráði. Ég mun auk þess sinna áfram ýmsum störfum í tengslum við borgina. Ég hlakka til að takast á við verkefnin framundan enda er af nógu að taka. #ellusellan er hvergi nærri af baki dottin og mun finna sér farveg næstu fjögur árin. Ég var á fyrsta fundi nýs velferðarráðs kjörin varaformaður ráðsins með öllum greiddum atkvæðum. Ég þakka traustið og hlakka til að takast á við verkefnin framundan.

 

Leave a Comment

Filed under Blogg

Rúmlega þreföldun á framlögum til Samtakana 78 á kjörtímabilinu

Mannréttindi hinseginfólks hafa ávallt verið Vinstri-grænum ofarlega í huga sem og mannréttindi fólks í víðum skilningi. Það hefur verið okkar mál að styðja og styrkja fjölbreytileika samfélagsins í hvívetna. Samningur Reykjavíkurborgar við Samtökin 78 er dæmi um verkefni sem Vinstri græn hafa lagt ríka áherslu á á yfirstandandi kjörtímabili í Reykjavík. Fyrst var samningur endurnýjaður til þriggja ára árið 2015 og voru framlög borgarinnar tvöfölduð í þeim samningi. Samningurinn snéri að þjónustu og ráðgjöf við hinsegin fólk, fræðslu fyrir starfsfólk borgarinnar, sem og hinseginfræðslu í skólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar. Í upphafi árs 2018 var bætt í samnigninn og framlög því rúmlega þrefölduð á kjörtímabilinu. Áfram var tryggð sú mikilvæga þjónusta sem áður hafði verið samið um en auk þess var rekstur hinsegin félagsmiðstöðvar fest í sessi. Sá samningur markaði þau tímamót að á þeim tíma lagði Reykjavíkurborg meira til reksturs Samtakanna 78 en ríkissjóður Íslands en það framlag hefur nú hækkað í kjölfarið, sem betur fer. Það skiptir máli hverjir stjórna, Vinstri græn gefa ekki afslátt af mannréttindum.

Leave a Comment

Filed under Blogg

Hamish og hænurnar- elliheimili fyrir leikskólabörn?

Ég hef verið að fylgjast með þáttum á Channel 4 í Bretlandi þar sem fylgst er með 4 ára leikskólabörnum sem “flytja inn” í þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Þættirnir “Old peoples home for four year olds” eru ekki bara góð skemmtun heldur segja þeir frá áhugaverðu verkefni. Verkefnið fólst í reglulegri samveru fjögurra ára leikskólabarna við eldri íbúa í þjónustuíbúðakjarna fyrir aldraða.

Samverustundirnar voru undir umsjón íþróttakennara, iðjuþjálfa og öldrunarlæknis. Færni fólksins var metin í upphafi og lok verkefisins og árangurinn var ótvíræður. Einnig víkkaði verkefnið út sjóndeildarhring barnana sem fengu að kynnast reynslu og þekkingu þeirra sem eldri voru. Mikið er talað um mikilvægi samveru kynslóðanna og mörg óformleg verkefni í gagni. Til dæmis man ég eftir því að leikskóli dóttur minnar fór reglulega að syngja fyrir “gamla fólkið” í nágrenninu.

Er ekki lag að þróa verkefni sem snúa að aukinni samveru kynslóðanna áfram?  Hvað þarf til? Sennilega myndi pólitískur vilji, formleg ákvörðun um verkefni og fjármagn í utanumahld duga ansi langt. Er ekki bara um að gera að prófa þetta?

 

Leave a Comment

Filed under Blogg

Tillaga Vinstri grænna um aukin virknitilboð fyrir atvinnulausa og fólk á fjárhagsaðstoð fest í sessi.

Velferðarráð samþykkti á fundi sínum á dögunum að festa í sessi tillögu Vinstri grænna þess efnis að atvinnulausir og einstaklingar á fjárhagsaðstoð fái frítt sundkort og bókasafnsskirteini. Tillagan var fyrst flutt af fulltrúa vinstri grænna í borgarstjórn 2010 en hefur verið framlengd til eins árs í senn síðan þá. Nú hefur hinsvegar verið tekin sú ákvörðun að festa þessa ákvörðun í sessi og útvíkka verkefnið þannig menningarkort standi þessum hópi til boða. En í þeim felst frír aðgangur að söfnum borgarinnar auk bókasafnskirteinis. Í greinagerð velferðarsviðs koma fram að um mikilvægt virkni og forvarnarúrræði sé að ræða og því ber að fagna því að þetta fyrirkomulag hafi verð fest í sessi til framtíðar. Um mikilvægt virnkitilboð er að ræða fyrir þennan hóp sem dregur úr áhættu og félagslegri einangrun, viðheldur samfélagslegri þátttöku og bætir lífsskjör einna verst settu hópanna í okkar samfélagi.

 

Leave a Comment

Filed under Blogg

Aukin samvera milli kynslóða

Velferðarráð samþykkti á dögunum tillögu um tilraunaverkefni þar sem háskólanemum býðst að leigja íbúð í þjónustuíbúðakjarna fyrir eldri borgara. Nemarnir leigja á hagstæðum kjörum gegn 40 tíma vinnuframlagi á mánuði við að sinna ýmsum verkefnum af félagslegum toga. Vinna þeirra er viðbót við þá þjónustu sem þegar er boðið upp á í slíkum kjörnum. Verkefnið er unnið að erlendri fyrirmynd m.a frá Bretlandi, Finnlandi og Hollandi.

Í vefritinu Lifðu núna er fjallað um nýlega bandaríska rannsókn sem sýnir að eldra fólki er hættara við að þróa með sér þunglyndi og er einmanaleiki einn áhættuþáttur þess. Aðrir áhættuþættir eru fráfall maka og ættinga og sjúkdómar. Bretland hefur einnig verið í sviðsljósinu eftir að Tracey Crouch var á dögunum skipuð sem ráðherra gegn félagslegri einangrun og einmanaleika. Mikil umræða hefur verið um einsemd eldra fólks í Bretlandi og hafa samtökin Age UK látið sig málið varða m.a. með auglýsingaherferð fyrir jólin sem vakti mikla athygli.

Tilraunaverkefnið er til átján mánaða og verða tveir háskólanemar í verkefninu til að byrja með. Verkefnið er hluti af stærra verkefni sem snýr að því að auka samskipti milli kynslóða og draga úr félagslegri einangrun eldra fólks. Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.

 

 

Leave a Comment

Filed under Blogg

Framboðsyfirlýsing

Kæru félagar !

Ég býð mig fram í 2. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík til borgarstjórnarkosninga sem fram fer þann 24. febrúar næstkomandi.

Undanfarið kjörtímabil hef ég gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir borgarstjórnarflokk Vinstri grænna sem og hreyfinguna í heild. Fyrst sem fulltrúi í menningar- og ferðamálaráði og velferðarráði en frá haustinu 2016 sem varaborgarfulltrúi. Ég gegni nú bæði formennsku í velferðarráði og mannréttindaráði borgarinnar og sinni ýmsum trúnaðarstörfum fyrir borgarstjórnarflokk VG sem og hreyfinguna í heild. Ég hef gegnt embætti ritara Vinstri grænna frá árinu 2015.

Velferðarmálin eru mér hugleikin sem og mannréttindi fólks í víðum skilningi. Kvenfrelsi, félagslegt réttlæti, mannréttindi og náttúruvernd í borg eru allt mikilvæg málefni sem eiga erindi við okkur öll.

Ég hef nú síðastliðið ár getað einbeitt mér að vinnu í þágu borgarbúa og tel mig eiga erindi til að gera það áfram næstu fjögur árin. Ég mun halda áfram að berjast fyrir því að allir borgarbúar fái lifað með reisn. Það gerum við með því að halda áfram að efla velferðarþjónustuna í víðum skilningu út frá mannréttindum allra. Mikilvæg skref hafa verið stigin til að efla félagslegt húsnæðiskerfi á yfirstandandi kjörtímabili en betur má ef duga skal.

Við þurfum að skapa gott umhverfi fyrir börn og barnafjölskyldur. Eflum faglegt starf skóla og tryggjum öllum aðgang að skóla- og frístundastarfi óháð efnahag. Raunveruleg náttúruvernd í borg snýst um að tryggja aðgang að hreinu vatni og hreinu andrúmslofti. Við þurfum að efla almenningssamgöngur og hlúa vel að umhverfinu, bæði á grænum svæðum og í borgarlandinu.

Við þurfum að efla raunverulegt íbúalýðræði og brúa bilið milli íbúa borgarinnar og kjörinna fulltrúa. Ég óska eftir stuðningi ykkar til að geta haldið þessu mikilvæga starfi áfram, fyrir okkur öll.

 

Leave a Comment

Filed under Blogg, Fréttir