Ein hjúskaparlög og aðskilnaður ríkis og (þjóð)kirkju

Ég skrifaði stutta hugleiðingu um ein hjúsparlög á smuguna sem má lesa hér. Ég áttaði mig á því að hin nýju hjúskaparlög hefðu mætt andstöðu þó umfjöllun í fjölmiðlum væri lítil þó helst um umsagnir sem sendar voru með nýja frumvarpinu frá ýmsum aðilum. Hinsvegar þá skrifar Ragnar Gunnarsson formaður kristniboðasambandsins grein á vísi í dag þar sem hann lýsir yfir stuðning við afstöðu Biskups í málinu. En þar segir hann meðal annars;

Ég þakka biskupi fyrir að hafa talað skýrt í þessu máli. Þar tala ég fyrir eigin hönd og margs annars fólks sem er virkt í kirkjustarfi um land allt. En það hefur ekki viljað ekki stíga fram opinberlega og standa í þessari baráttu, að hluta til vegna þess að allt útlit var fyrir að frumvarpið yrði að lögum, sem varð reyndin, og að hluta til vegna ásakana um fordóma, óhróðurs og eineltis sem eru meðal þeirra vopna sem notuð hafa verið í þessari baráttu.” (greinina má lesa í heild sinni hér)

Hann heldur því fram að “sannkristið”  fólk hafi orðið fyrir ásökunum um fordóma, óhróður og eineltis sem stuðningsmenn mannréttinda og sömu laga fyrir þegna þessa lands hafi “notað í þessari baráttu”. Ég á erfitt með að trúa því að baráttumenn gegn mannréttindum samkynhneigðra hafi orðið fyrir meiri fordómum en samkynhneigðir sjálfir hafa mætt í okkar samfélagi. Ég vil meina það að kirkja sem vill mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar geti ekki verið kirkja þjóðarinnar en því halda hinsvegar þau Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn T’ómasdóttir að sé ekki hægt í grein sem þau birtu einnig á vísi í dag. En þar er ég þeim hjartanlega ósammála.

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *