Er hægt að græða á velferð?

Hugleiðingar um fyrirtæki í velferðarþjónustu:

Ég heyrði útundan mér í fréttum að sjúkraliðar ættu eftir að semja við samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu. Sjálf vissi ég ekki að slík samtök væru til en við nánari athugun kom í ljós að felst aðildarfélög samtakanna reka hjúkrunarheimili og tengda þjónustu við eldra fólk. Sjálf hnaut ég um heiti samtakanna – er eðlilegt að fyrirtæki starfi á sviði velferðarþjónustu?

Fyrirtæki er hagfræðileg eining sem starfar að framleiðslu, dreifingu eða sölu hagrænna gæða. Hlutverk fyrirtækja í hagkerfinu er að framleiða vörur og þjónustu fyrir viðskiptavini sem er yfirleitt gert gegn greiðslu peninga. Hagnaðardrifin hugsjón fyritækjareksturs finnst mér eiga illa við í nafni samtaka sem starfa í velferðarþjónustu. Hér er ég ekki að gera lítið úr því góða starfi sem fjölmargar stofnanir sinna í velferðarþjónustu hér á landi. Ég er einungis að gera athugasemd við orðanotkun í nafni samtakanna.

Sjálfri hefði mér fundist eðlilegt að nota orðið stofnanir, félög, félagasamtök eða sjálfseignarstofnanir um slíkan rekstur frekar en fyrirtæki. En sjálfseignarstofnun er stofnun í eigin eign þar sem fjármagn og tekjur ganga til framgangs ákveðins málefnis og er þannig ekki rekið í hagnaðarskyni.

Ég velti því fyrir mér hvort að samfélagið okkar sé að breytast, er allt að færast út á markaðinn? Viljum við það?

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *