Framboðstilkynning

Ljósmynd; Jón Snær

Kæru félagar!

Ég býð mig fram í til að leiða lista Vinstri grænna í komandi borgarstjórnarkosningum.

Borgarmálin hafa átt hug minn allan frá því að ég tók fyrst sæti sem varamaður í Velferðarráði Reykjavíkurborgar fyrir fimmtán árum síðan.

Mín hugsjón er hefur ávallt verið skýr: að vinna í þágu velferðar allra borgarbúa í víðasta skilningi þess hugtaks. Velferðarmál, kvenfrelsi, húsnæðismál, menntun og velferð barna ásamt mannréttindum jaðarsettra hópa hafa ávallt verið mér hugleikin. Eins hvernig við sköpum mannvæna, græna og lýðræðislega menningarborg fyrir komandi kynslóðir. Ég hef ávallt haft það að leiðarljósi í mínum störfum að það eru ekki alltaf þeir sem eru í mestri þörf hverju sinni sem hafa hæstu röddina.

Ég mun halda áfram að berjast af fullum heilindum fyrir bættu samfélagi. Halda þarf áfram að byggja upp félagslegt leiguhúsnæði og vinna að samfélagi þar sem fátækt barna og jaðarsetning fólks verður ekki liðin. Þjónustugreiðslur sem tryggja fátækustu börnunum í borginni leikskóladvöl, skólamat og frístund var vissulega mikilvægt skref – en nú þarf að stíga það til fulls, tryggja öllum börnum aðgang að skóla- og frístundastarfi óháð efnahag foreldra og brúa billið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Ég mun vinna að jafnrétti og berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Byggjum upp öflugar almenningssamgöngur og flýtum uppbyggingu borgarlínu, fjölgum hjólastígum, grænum svæðum og vinnum áfram að húsnæðisuppbyggingu í sátt við umhverfið og íbúana.

Ég óska eftir ykkar stuðningi til að halda áfram þeim brýnu verkefnum sem framundan eru við að gera Reykjavík að manneskjulegri velferðarborg þar sem öll fái lifað með reisn.

Ég óska eftir stuðningi ykkar í fyrsta sætið í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.

Með vinsemd og virðingu, Elín Oddný Sigurðardóttir, #ellusellan.

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *