Nú eru hafnar þjóðernishreinsanir á Úsbekum í Kirgistan. Þar er hafið þjóðarmorð auk skipulagðs ofbeldis og nauðgana á Úsbeskum konum og stúlkum. Á meðan gerir alþjóðasamfélagið ekki neitt en þó eru bæði rússar og bandaríkjamenn með herstöðvar í landinu. Þetta stef hljómar kunnulega – þjóðarmorð sem framin eru meðan alþjóðasamfélagið sefur. Ég vona að það vakni áður en annað Rawanda hefur átt sér stað….
Skammarlega lítið hefur verið fjallað um málið í íslenskum fjölmiðlum en nokkrar fréttir hafa birst á mbl.is – hér má sjá eina þeirra.