Elín Sigurðardóttir gefur kost á sér í 3-4 sætið í forvali Vinstri Grænna í Reykjavík til borgarstjórnarkosninga sem fer fram 6. febrúar næstkomandi.
Ég er 30 ára gömul og er búsett í Háaleitishverfi ásamt eiginmanni mínum Haraldi Vigni Sveinbjörnssyni tónlistarmanni og dóttur okkar Heklu Björt sem er fædd í júní 2007. Ég er með meistaragráðu í félags- og kynjafræði frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð. Ég starfa nú sem verkefnastjóri atvinnu- og menntamála hjá Klúbbnum Geysi.
Ég hef gengt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Ég hef meðal annars verðið formaður Ungra vinstri grænna í Reykjavík og ritari Vinstri grænna í Reykjavík. Nú sit ég í stjórn Ungra vinstri grænna auk þess sem ég er varamaður í Velferðarráði borgarinnar.
Ég legg áherslu á velferð, kvenfrelsi, félagslegt réttlæti og náttúruvernd. Velferðarmál eru mér sérstaklega hugleikin enda eiga allir að geta lifað með reisn í okkar góðu borg