Stefna um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030

Við ræddum í dag stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í borginni en ég var fulltrúi í stýrihópnum sem vann stefnuna. Hér má lesa ræðu mína úr borgarstjórn í heild sinni. Nú er að vinna aðgerðaráætlun og láta verkin tala. Minna mas og meiri músík.

Borgarstjóri, borgarfulltrúar og aðrir áheyrendur. 

Það er gleðidagur að standa hér og ræða nýja stefnu borgarinnar um framtíðarskipan tónlistarnáms í borginni til ársins 2030. Hópurinn hefur starfað frá því í maí 2019 og hefur lagt mikla áherslu á upplýsingaöflun, gagnasöfnun og samráð við þá sem sinna tónlistarkennslu barna í borginni í víðum skilningi. Með því að leggja nú fram heilstæða stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík, setjum við okkur það markmið að styðja við fjölbreytt faglegt og vandað tónlistarnám fyrir börn og ungmenni um alla borg. Á meðan við stöndum vörð um það góða starf sem unnið er þurfum við líka að styðja við nýsköpun og framþróun í tónlistarmenntun, stórbæta aðstöðu til tónlistarkennslu barna innan grunnskólanna og auka samstarf stofnana sem starfa á sviði tónlistarkennslu barna í sem víðustum skilningi. Rannsóknir sýna að tónlistarnám barna er æskilegt og stuðlar það að þroska, félagsgreind og góðri andlegri líðan þeirra sem það stunda auk þess fylgir tónlistarnámi aukin almenn námsgeta og bættur námsárangur.

Algjör samhugur var um það í stýrihópnum og hjá öllum sem við ræddum við að mikilvægt væri að leggja áherslu á aukið aðgengi að tónlistarnámi þannig að það standi öllum börnum til boða. Mikilvægt er að við ryðjum úr vegi þeim hindrunum sem hindra börn frá þátttöku í tónlistarnámi. Stuðla þarf að auknum jöfnuði þegar kemur að tónlistarnámi, bæði með því að minnka kostnaðarþáttöku en líka ameð því að vinna að markvisst að kynningu og hvatningu til tónlistarnáms um alla borg. Mikilvægur liður í því að gefa fleiri börnum kost á að stunda tónlistarnám er að elfa starf skólahljómsveita borgarinnar og auka samstarf tónlistarskóla og skólahljómsveita við skóla borgarinnar, þannig að sem flest börn geti stundað tónlistarnám innan veggja skólans á skólatíma. Einnig þarf markmisst að draga úr kostaðarþáttöku foreldra m.a með skipulagsbreytingum sem stuðla að nýsköpun í tónlistarkennslu draga úr stjórnunarkostnaði í kerfinu þannig að sem mest af því fjármagni sem veitt er til málaflokksins nýtist beint til kennslu barna. 

Stjórnunarkostnaður tónlistarkóla er mjög misjafn eins og staðan er í dag eða frá 8.6% og upp í 20.1%, til viðmiðunar er meðal stjórnunarkostnaður í grunnskólum um 7%. Það er því til mikils að vinna að skapa öfluga skóla og minnka þannig það hlutfall sem fer í stjórnun og auka fjármagn sem fer beint til kennslu barna og ungmenna í borginni.  Mikilvægt er að leggja áherslu á því að styðja skóla til að auka fjölbreytni námstilboða, kennsluhátta og sköpun í sínu starfi. Þar sem um mjög viðamikla stefnu er að ræða vil ég víkja sérstaklega að tveimur atriðum í minni ræðu. Það þýðir ekki að allt sem hér hefur verið farið yfir ágætlega í öðrum ræðum er allt mjög mikilvægt Ég vil nú aðeins víkja máli mínu að starfssemi skólahljómsveita borgarinnar. 

Markmiðið með skólahljómsveitum er að bjóða vandað, ódýrt og aðgengilegt tónlistarnám um alla borg. Þetta hefur tekist. Nú þurfum við að leggja áherslu á að fjölga plássum í skólahljómsveitum og fjölga þannig börnum sem geta stundað þar tónlistarnám. Auk þess að skoða hvort fjölga megi í sveitunum er komin tími til að athuga hvort og hvenær tímabært sé að stofna fimmtu skólahljómsveitina í borginni. Auk þess er brýnt að ráðast í nauðsynlegar úrbætur á aðstöðu skólahljómsveitanna og vinna að úrbótum á aðstöðu og húsnæði, bæði til skemmri og lengri tíma. Við þá vinnu má að nýta úttekt sem gerð var á húsnæði og aðstöðu skólahljómsveita á vegum sérstaks húsnæðishóps sem skilaði ítarlegri skýrslu um málið. Mikivægt er að muna ávallt eftir starfssemi skólahljómsveita þegar byggja á nýja skóla eða gera viðbyggingar eða endurbætur á núverandi skólahúsnæði. Það hefur verið viðloðandi að skólahljómsveitirnar “gleymist” eða mæti afgangi við nýtingu skólahúsnæðis, þessu þurfum við að breyta. Auk þess er tímabært að skoða útvíkkun á hlutverki skólahljómsveita og stofna innan þeirra sérstaka hverfiskóra. Hægt væri að byrja með slíkt verkefni í 1-2 hverfum í tilraunaskyni til að sjá hvernig reynist. 

Að lokum vil ég nefna þau tækifæri sem felast í tækni og nýsköpun á sviði tónlistarkennslu. Ljóst er að tæknibyltingin er lögnu hafin og mikilvægt að virkja hana í tónlistarkennslu sem og öllu öðru skólastarfi. Tækninotkun getur ekki bara stutt við núverandi fyrirkomulag kennslu heldur einnig leitt til nýsköpunar og nýrra kennsluaðferða sem aukið geta aðgang barna að tónlistarkennslu. Samhliðla því er mikilvægt að stuða að aukinni fagþekkingu tónlistarkennara og bjóða upp á símenntun á þessu sviði. Mikilvægt er að skoða hvort hægt sé að kaupa aðgang að kennsluöppum í tónlist fyrir reykvísk börn og gera fleiri tilraunir á því sviði. Einnig má skoða lausnir á sviði fjarkennslu, nýtingu á fyrirfram uppteknu efni og “flipped classroom” aðferðum til að virkja nemendur til frekari þátttöku.

Stefnan sem við ræðum nú er í senn framsýn, raunsæ en jafnframt metnaðarfull. Ég vil ítreka að samstarfið í stýrihópnum var farsælt og vil ég þakka borgarfulltúum Eyþóri Laxdal Arnalds og Alexöndru Briem fyrir gott samstarf. Einnig vil ég þakka Sigfríði Björnsdóttur sérstaklega fyrir sína miklu vinnu við gerð stefnunnar. Mikilvægt er að muna að nú þegar er unnið metnaðarfullt starf á sviði tónlistarnáms barna um alla borg og hefur hróður íslensks tónlistarfólks náð vel útfyrir landsteinanna, það er engin tilviljun. Nú stendur yfir vinna við tímasetta aðgerðaráætlun til að innleiða stefnuna og er það okkar allra að tryggja að sú innleiðing verði vönduð og tryggi framgang þeirra góðu tillagna sem hér eru lagðar fram. Að lokum vill ég segja að tónlistarlíf á Íslandi stendur í fullum blóma og það er okkar að búa þannig um hnútana að í borginni okkar verði öflugt tónlistarnám í forgrunni, sem stendur öllum börnum til boða um alla borg. Þannig skilum við ómældum og ómetanlegum gæðum til samfélagsins, fyrir okkur öll.

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Ræður

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *