Var á sveitarstjórnarráðstefnu VG í gær og í dag. Þar hittist góður hópur VG liða og ræddu kosningaráherslur, framboðsmál, sameiningu sveitarfélag og fjármálin. Þetta voru fulltrúar sem nú sitja í sveitarstjórn auk þeirra sem eru að koma nýir inn á lista í komandi kosningum. Verkefnin eru ærin og næg vinna framundan. Sjálf fylltist ég eldmóð við að hitta félaga mína og hlakka til þeirra verkefna sem framundan eru. Það er mín von að það verði vinstri-grænt vor um allt land!