#ellusellan

Ég heiti Elín Oddný Sigurðardóttir er varaborgarfulltrúi Vinstri Grænna.

Ég er búsett í Háaleitishverfi ásamt eiginmanni mínum Haraldi Vigni Sveinbjörnssyni tónlistarmanni og börnum okkar tveimur. Ég er með B.A próf í félagsfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í félags- og kynjafræði frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð. Ég er einnig framhaldskólakennari að mennt með viðbótardiplóma í fullorðinsfræðslu.

Ég hef gengt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð og sit nú í stjórn hreyfingarinnar. Ég hef meðal annars verðið formaður Ungra vinstri grænna í Reykjavík og ritari Vinstri grænna. Ég gegni ýmsum trúnaðarstörfum í borgarstjórnarflokki Vinstri-grænna í Reykjavík. Nú er ég varaformaður velferðarráðs og fulltrúi í skóla-og frístundaráði.

Ég hef áhuga á borgarmálunum í víðu samhengi enda hefur nærumhverfið mikil áhrif á daglegt líf okkar. Leikskólar, skólar, skipulag og velferðarþjónusta kemur við sögu í okkar daglega lífi. Auk þess að hafa brennandi áhuga á borgarmálunum er ég radísa, afródansari og bjóráhugakona.

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon