Umhverfisspjöll og samfélagsleg ábyrgð – hver má menga hvar?

Þegar ég leiði hugann að því hvar ég hef búið getur upptalningin orðið ansi löng. Fædd á Akureyri, búsett í Grýtubakkahreppi, Hveragerði, Svíþjóð og loks í Reykjavík. En ef ég er spurð hvaðan ég kem myndi ég sennilega segja Hveragerði enda bjó ég þar á mikilvægum mótunarárum í minni æsku.

Hellisheiðarvirkjun hefur verið í umræðunni undanfarið. Brennisteinsvetnismengun, hljóðmengun og jarðskjálftar vegna niðurdælingar á vatni. En hverra er það að ákveða að fara í framkvæmdir sem þessar? Eru það eigendur Orkuveitu Reykjavíkur, sem eru aðallega Reykvíkingar? Er það sveitarfélagið Ölfus sem fer með skipulagsvaldið á svæðinu? Væri ekki réttast að tryggja aðkomu allra er málið varðar þegar stórar skipulagsákvarðanir sem þessar eru teknar?

Víða er pottur brotinn. Við verðum að hlusta á áhyggjuraddir íbúa í Hveragerði og víðar. Áhyggjurnar eru raunverulegar og þær ber að taka af fullri alvöru. Hér kristallast mikilvægi þess að tryggja að Orkuveita Reykjavíkur verði áfram í eigu almennings. Þannig getum við axlað samfélagslega ábyrgð á mengun og stoppað mögulegt mengunarslys  á Hellisheiði.

 

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *