Ég hef haft það á tilfinningunni síðan að ég bauð mig fram að mikið af ungu fólki hafi þá mynd af sveitarstjórnarmálum að þau séu “leiðinleg” og á einhvern hátt “óæðri” heldur en landsmálin. Við ýtum ef til vill undir þessa skoðun þar sem margir stjórnmálamenn virðast líta á þátttöku í sveitarstjórnarmálum sem “stökkpall” inn á þing. Þessari skoðun er ég algjörlega ósammála – á sveitarstjórnarstiginu eins og td. í borgarstjórn Reykjavíkur eru teknar ákvarðanir sem hafa áhrif á nærsamfélag og daglegt líf borgarbúa. Í nærsamfélaginu felast mörg tækifæri eins og td. það að íbúar geti sótt alla þjónustu (bæði frá ríki og sveitarfélagi) á einn stað að ógleymdu íbúalýðræðinu. Hverfaráð eru starfandi í öllum hverfum borgarinnar og eru þau skipuð íbúum í hverfunum. Þau voru efld talsvert í tíð 100 daga meirihlutans en þau má efla og styrkja enn frekar. Ég tel að þeir kjörnu fulltrúar sem starfi í borgarstjórn Reykjavíkur þurfi að leitast við að halda á lofti því mikilvæga starfi sem þar fer fram sem hefur áhrif á daglegt líf borgarbúa – ungt fólk á fullt erindi í sveitarstjórnarmálin, það er á hreinu!
Sammála þér skvísa. Er búin að setja þessa síðu inn á tengla listan minn 🙂
Þú færð allan minn stuðning 🙂
Takk fyrir það!