Upplýsingar um forval

Forvalsbæklingurinn er komin út og það má nálgast hann á pdf hér fyrir neðan. Kjörfundur verður í húsnæði Kvennaskólans v. Þingholtsstræti, laugardaginn 6. febrúar milli kl. 10:00 og 18:00. Kosningarétt í forvali VG í Reykjavík hafa allir þeir sem skráðir voru í VG fyrir 27. janúar 2009 og hafa lögheimili í Reykjavík, óháð aldri. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla verður haldin í skrifstofu VG við Suðurgötu miðvikudaginn 3. og fimmtudaginn 4. febrúar milli 17 og 19. Hægt er að fá kjörseðil sendan í tölvupósti með því að senda fyrirspurn þess efnis á forval.reykjavik@vg.is  og beðið um að fá kjörseðil sendan í pósti. Hann þarf að prenta út, velja á listann og setja í autt umslag. Það umslag þarf svo að setja í annað umslag sem skal stílað á: Vinstrihreyfingin grænt framboð, b.t. kjörstjórnar – Pósthólf 175 – 121 Reykjavík. Aftan á umslagið skal skrifa nafn og kennitölu kjósanda. Þetta þarf að hafa borist í pósthólfið fyrir kl. 17.00 á föstudag eða til kjörstjórnar með beinum hætti fyrir kl. 18.00 á laugardag. Nánari upplýsingar um frambjóðendur í forvalinu má finna á http://forval.vgr.is/.

Netfang kjörstjórnar er forval.reykjavik@vg.is.

Forvalsbæklingur

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *