Aðgát skal höfð í nærveru sálar…

Ég ætla ekki að skrifa langa færslu í tilefni af viðtali við Jón Gnarr og Einar Örn Benediktsson í fréttatímanum í dag. Ég vil þó benda á að ég hef átt gott samstarf við fulltrúa Besta flokks og Samfylkingar í mannréttindaráði við vinnslu tillögu um samskipti milli trúfélaga og skóla. Ég hef unnið af heilindum með öllum í ráðinu að góðum málum sem samrýmast stefnu VG sem og minni sannfæringu. Eftir lestur viðtalsins datt mér eftirfarandi ljóðlínur í hug;

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúizt við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.

Þangað til næst…


Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *