Af prestum, löggum og leyniþjónustu.

Er ég eitthvað að misskilja hlutina?

Prestar hafna því að barnaverndarlög vegi þyngra en þagnarskylda. Maður spyr sig hvern er verið að verja þar? Er það hlutverk presta að vernda barnaníðinga? Hver er þá málsvari barnanna? Ég bara næ þessu ekki, ég sem hélt að það væri hlutverk barnaverndarlaga að vernda börn? Ég hef greinilega eitthvað misskilið þetta.

Síðan eiga fórnarlömb nauðgana að “líta í eigin barm” ef marka má lögreglumann sem starfar í kynferðisafbrotadeild lögreglunnar. Pant ekki þurfa að kæra nauðgun hjá honum. Það væri sennilega bara mér að kenna af því að ég fór út úr húsi og var ekki í skírlífsbelti. Flestar konur verða fyrir kynferðisofbeldi inn á eigin heimili er það þeim að kenna líka? Eigum við að læsa okkur inni og henda lyklinum? Það er eðlilegt að kona spyrji sig?

Síðan á að veita lögreglu heimild til að rannsaka fólk án rökstudds gruns um afbrot. Ef þetta kallar ekki á misbeitingu á valdi og eftirlitssamfélag hvað gerir það þá?

Ein sem skilur lítið þessa dagana…

Lag dagsins: Hit me baby one more time
Pirr dagsins: Allt hér að ofan

Deila:
 • Print
 • Facebook
 • Twitter
 • StumbleUpon

4 Comments

Filed under Blogg

4 Responses to Af prestum, löggum og leyniþjónustu.

 1. Guðrún Alda Harðardóttir

  Þetta er með ólíkindum, og mikilvægt að bregðast við svona löguðu – Takk fyrir þitt innlegg.
  Þú spyrð: Er það hlutverk presta að vernda barnaníðinga? Í framhaldi af því spyr ég: Getur verið að þeir hafi einmitt reynslu af því?

 2. Ég vona svo sannarlega ekki að sú sé raunin. En það hlýtur að teljast eðilegt að kona spyrji sig í ljósi aðstæðna…

 3. Elías Halldór

  Ef til vill gæti forvarnarannsóknadeild lögreglunnar kannað hvaða konur eru of gálausar um velferð sína …

  [ef einhver er með nógu svartan húmor til að bæta prestunum inn í þessa jöfnu, þá er kannski hægt að bjarga þessari athugasemd]

 4. Elín Helga

  Sæl frænka..góðar vangaveltur. Þessi umræddi lögreglumaður sem lét hafa þetta eftir sér..hérna..í alvöru? Hann er ekki starfi sínu vaxinn..knús e

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *