Breiðu bökin og heimtufrekjan: hugleiðingar um kjaramál.

Kjarasamingar voru felldir af helmingi aðildafélaga ASÍ á dögunum. Um var að ræða „hóflega samninga“ þar sem áherslan átti að vera á stöðugt efnahagsástand, litlar verðhækkanir og lága verðbólgu. En hvaða samninga var um helmingur aðildarfélaganna að fella? Standa fyrirtæki landsins virkilega ekki undir því að greiða 210 þúsund á mánuði fyrir fulla vinnu?

Hafa sjávarútvegsfyrirtækin, svo dæmi sé tekið, með miljarða gróðann sinn og íviljanir ríkisstjórnarinnar ekki efni á að greiða þessi lúsarlaun? Hvernig hefði verið að byrja á því að hækka persónuafsláttinn í stað þess að lækka skatta á millitekjuhópa? Sú aðgerð hefði nýst þeim lægst launuðu best enda skattleysismörk i engu samhengi við lágmarsktekjur hér á landi. Hvernig er hægt að boða til þess að hóflegar hækkanir nýtist launafólki best og hækka síðan í kjölfarið gjaldskrá í heilbrigðisþjónustunni svo dæmi séu tekin? Við þurfum að hugsa kjaramálin upp á nýtt- tala um krónur í vasa launafólks í stað flatra prósenta.

Hugsum um stöðuna sem láglaunafólk á Íslandi er statt í,  en sívaxandi hópur þeirra sem leitar á náðir hjálparstofnana og félagsþjónustunnar eru að vinna sér inn laun sem duga ekki til framfærslu. Þetta þarf að laga. Að mála upp kjarabaráttu þeirra lægstlaunuðustu sem heimtufrekju er óábyrgt, og skýrt að sá sem lætur slík ummæli falla hefur ekki þurft að framfæra sér og sínum á lágmarkstöxtunum sem um ræðir.

Oft hefur verið talað um breiðu bökin. Félagar í aðildarfélögum ASÍ með 190 þúsund á mánuði tilheyra ekki þeim hópi. Þó eru það þeir sem eiga að “axla ábyrgð við gerð kjarasamninga” að mati SA og ritstjóra Fréttablaðsins.  Að þeirra mati er það láglaunafóki að kenna að hér verði óðaverðbólga og allt fari í bál og brand ef  þessi hópur fær meiri hækkun en aðrir hópar. Þetta er ekki bara óábyrgur áróður heldur haugalygi. Hvernig væri að láta breiðu bökin axla byrgðarnar, og hlífa þeim sem búa neðan við fátækrarmörkin? Er það ekki það eina ábyrga í stöðunni?

Þangað til næst..

 

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *