Category Archives: Fréttir

Annað s.s fréttir og tenglar

Framboðsyfirlýsing

Kæru félagar !

Ég býð mig fram í 2. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík til borgarstjórnarkosninga sem fram fer þann 24. febrúar næstkomandi.

Undanfarið kjörtímabil hef ég gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir borgarstjórnarflokk Vinstri grænna sem og hreyfinguna í heild. Fyrst sem fulltrúi í menningar- og ferðamálaráði og velferðarráði en frá haustinu 2016 sem varaborgarfulltrúi. Ég gegni nú bæði formennsku í velferðarráði og mannréttindaráði borgarinnar og sinni ýmsum trúnaðarstörfum fyrir borgarstjórnarflokk VG sem og hreyfinguna í heild. Ég hef gegnt embætti ritara Vinstri grænna frá árinu 2015.

Velferðarmálin eru mér hugleikin sem og mannréttindi fólks í víðum skilningi. Kvenfrelsi, félagslegt réttlæti, mannréttindi og náttúruvernd í borg eru allt mikilvæg málefni sem eiga erindi við okkur öll.

Ég hef nú síðastliðið ár getað einbeitt mér að vinnu í þágu borgarbúa og tel mig eiga erindi til að gera það áfram næstu fjögur árin. Ég mun halda áfram að berjast fyrir því að allir borgarbúar fái lifað með reisn. Það gerum við með því að halda áfram að efla velferðarþjónustuna í víðum skilningu út frá mannréttindum allra. Mikilvæg skref hafa verið stigin til að efla félagslegt húsnæðiskerfi á yfirstandandi kjörtímabili en betur má ef duga skal.

Við þurfum að skapa gott umhverfi fyrir börn og barnafjölskyldur. Eflum faglegt starf skóla og tryggjum öllum aðgang að skóla- og frístundastarfi óháð efnahag. Raunveruleg náttúruvernd í borg snýst um að tryggja aðgang að hreinu vatni og hreinu andrúmslofti. Við þurfum að efla almenningssamgöngur og hlúa vel að umhverfinu, bæði á grænum svæðum og í borgarlandinu.

Við þurfum að efla raunverulegt íbúalýðræði og brúa bilið milli íbúa borgarinnar og kjörinna fulltrúa. Ég óska eftir stuðningi ykkar til að geta haldið þessu mikilvæga starfi áfram, fyrir okkur öll.

 

Leave a Comment

Filed under Blogg, Fréttir

Framboðsyfirlýsing

Hér fyrir neðan kemur framboðsyfirlýsing mín vegna valfundar Vinstri grænna í Reykjavík þann 15. febrúar nk.

Elín Oddný Sigurðardóttir gefur kost á sér í 2-3 sæti á valfundi Vinstri Grænna í Reykjavík til  borgarstjórnarkosninga sem fer fram 15. febrúar næstkomandi.

Elín  er 34 ára gömul og er búsett í Háaleitishverfi ásamt eiginmanni sínum Haraldi Vigni Sveinbjörnssyni tónlistarmanni og börnunum þeirra,  Heklu Björt sem er fædd í júní 2007 og Huga Frey sem er fæddur í apríl 2012.

Elín er með meistaragráðu í félags- og kynjafræði frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð en starfar nú sem verkefnastjóri atvinnu- og menntamála hjá Klúbbnum Geysi sem er starfstengd endurhæfing fyrir geðfatlaða.

Elín hefur lengi verið virk í starfi VG, bæði í Reykjavík og á landsvísu. Hún hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir hreyfinguna, m.a. verðið formaður UVG í Reykjavík og ritari VG í Reykjavík. Elín situr nú í stjórn VG á landsvísu.

Undanfarið kjörtímabil hefur Elín verið fulltrúi VG í Reykjavík í mannréttindaráði og varamaður í velferðarráði og hverfisráði Háaleitis.

„Ég legg áherslu á velferð, kvenfrelsi, félagslegt réttlæti, mannréttindi, friðarmál og náttúruvernd.  Velferðar- og mannréttindamál eru mér sérstaklega hugleikin enda eiga allir að geta lifað með reisn í okkar góðu borg. Ég mun berjast fyrir bættu samfélagi og jafnrétti í víðum skilningi. Við verðum að svara kröfu samfélagsins um breytt vinnubrögð í stjórnkerfinu, þar sem samráð og samvinna kjörinna fulltrúa með hagsmuni heildarinnar ætti að vera regla frekar en undantekning. Sérhagsmunagæsla og vinapólitík ættu að heyra sögunni til. Við þurfum að tryggja aðgengi fólks að upplýsingum og stunda raunverulegt íbúalýðræði þar sem ákvarðarnirnar eru fluttar frá miðlægri stjórnsýslu og út til íbúanna.”

Með vinsemd og virðingu – Elín Oddný Sigurðardóttir

Leave a Comment

Filed under Fréttir

Fjölbreyttari húsnæðismarkaður og fjölgun leiguíbúða í Reykjavík

Hér má sjá frétt á vg.is um tillögu um fjölbreyttari húsnæðismarkað og fjölgun leiguíbúða í Reykjavík…

http://www.vg.is/tillaga-um-fjolbreyttari-husnaedismarkad-og-fjolgun-leiguibuda-i-reykjavik/

 

 

Leave a Comment

Filed under Fréttir

Þögnin er versti óvinurinn – ekki gera ekki neitt!

Ég tók þátt í “Reykjavíkurborg – gegn ofbeldi” í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundu ofbeldi

“Þetta kemur mér ekki við”
“Ég ætla ekkert að skipta mér af þessu”
“Þetta er þeirra einkamál”

Á degi hverjum verða konur og börn fyrir ofbeldi á heimili sínu, það gæti verið heimilið við hliðina á þínu. Þetta gæti verið vinkona þín, systir, vinnufélagi þinn eða fyrrverandi skólafélagi sem verður fyrir ofbeldinu. Oftast er það núverandi eða fyrrverandi maki eða sambýlismaður sem er gerandi.

Heimilisofbeldi er ein birtingarmynd kynbundins ofbeldis, ofbeldis sem varðar okkur öll. Við getum öll í sameiningu lagt okkar að mörkum til að skapa samfélag þar sem við gefum skýr skilaboð um að kynbundið ofbeldi sé ekki liðið.

Við skulum vera góðir vinir vænir nágrannar og ekki líta á það sem hnýsni eða afskiptasemi að spyrja spurninga og rétta fram hjálparhönd. Einnig er mikilvægt að við áttum okkur öll á því að ef að barn er á heimilinu þar sem ofbeldi er beitt ber okkur að bregðast við. Tilkynningarskylda til barnaverndaryfirvalda er til staðar ef grunur liggur á að börn verði fyrir vanrækslu, ofbeldi eða búi inni á heimili þar sem ofbeldi er beitt.

Ekki gera ekki neitt!
Heimilisofbeldi er ekki einkamál þeirra fjölskyldna sem fyrir því verða!
þögnin er versti óvinurinn!

 

Ég fékk þann heiður að vinna með myndlistarkonunni Laufeyju Jónsdóttur í þessu verkefni og þið getið séð afraksturinn hér.

 

 

Leave a Comment

Filed under Blogg, Fréttir