Dauði Sjálfseignarstefnunnar!

Ég fagna þeim fréttum að stjórnvöld hyggist fjölga búsetuúrræðum á íslandi. Sjálf hef ég verið hrifin af íbúasamvinnufélögum eins og tíðkast víða í Evrópu.Það hlýtur að teljast jákvætt að geta boðið upp á öruggt og boðlegt húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Ég hef bæði bloggað um málið og skrifað um það grein. Landsfundur Ungra- Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjavík 15-16 október sl. ályktaði einnig um málið. Læt ályktunina fylgja með hér;

Félagslegar lausnir í húsnæðismálum

Landsfundur Ungra vinstri grænna, haldinn í Reykjavík 15. og 16. október 2010, vill að leitað verði fjölbreyttari leiða til að leysa þann vanda sem efnahagshrunið olli á húsnæðismarkaði hér á landi. Séreignarstefnan sem þjónar hagsmunum auðvaldsins er dauð og tími til komin að leita félagslegra lausna við vandanum.  Nú hafa skapast aðstæður sem stjórnvöld geta nýtt sér til þess að hafa frumkvæði að því autt húsnæði sé nýtt til þess að stofna íbúasamvinnufélög á félagslegum grunni þar sem almenningi er boðið öruggt og boðlegt leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði.

Greinargerð:

Íbúasamvinnufélög eru rekin víða um Evrópu á félagslegum grunni af og fyrir íbúa. Íbúar verða „hluthafar“ í félögunum og reksturinn er í þágu íbúa en ekki hluthafa á markaði. Þetta gerir það að verkum að öruggt leigu- og kaupleiguhúsnæði stendur fólki til boða á sanngjörnum kjörum. Félagsmálaráðuneyti , Íbúðalánasjóður, sveitarfélög og íbúasamvinnufélög þurfa að leggjast saman á eitt til að finna viðeigandi lausnir á vandanum. Húsnæði stendur autt víðsvegar um landið á meðan margir eiga ekki þak yfir höfuðið.

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *