Duga lausnir markaðarins á félagslegan vanda?

Ég var á áhugaverðum fyrirlestri Jason Beckfield prófessors í félagsfræði við Harvard Háskóla á vegum Eddu öndvegisseturs í Þjóðminjasafninu sl. föstudag. Þar greindi hann frá rannsóknum sínum sem snúast um að greina jöfnuð/ ójföfnuð  í löndum Evrópusambandsins. Minni ójöfnuður varð innan sambandsins frá 1960-1980 en hann hefur aukist jafn og þétt aftur frá 1980-2010, sérstaklega í kjölfar efnahagskreppunar. En hvers vegna gerist þetta? Jason bendir á að samhliða breytingum á eðli og starfssemi Evrpópusambandsins í átt að markaðslausnum  á öllum sviðum hafi leitt til samþjöppun auðs á fárra hendur og veikingu félagslegra kerfa s.s velferðarkerfa og verkalýðshrefinga. Breytingarnar má sjá víða þá einna helst í heilbrigðis, lífeyris og atvinnuleysistryggingamálum. Mestar breytingar hefur hann greint á atvinnuleysistryggingakerfum þar sem meiri áhersla er lögð á lækkun bóta og skerðingu bótaréttar til að “svelta” fólk út á vinnumarkaðinn aftur. Svipað er upp á teningnum í þróun fjárhagsaðstoðar. Öll hans gögn benda til meiri ójöfnuðar í Evrópu. Kerfi sem reynir að leysa félagsleg vandamál með lausnum markaðarins nær því aldrei. Við þurfum félagslegar lausnir á félagslegum vandamálum. Við hvorki hræðum né sveltum fólk af atvinnuleysisbótum eða fjárhagsaðstoð. Bjóðum stuðning og úrræði í stað skilyrðinga, það ætti að skila okkur sanngjarnara samfélagi.

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *