Eftirlitsiðnaðurinn og hið meinta frelsi einstaklingsins…

Margar fréttir hafa vakið með mér ugg á undanförnum vikum.

Innanríkisráðuneytið er grunað um leka á persónuupplýsingum um hælisleitenda, og hefur málið verið kært til lögreglu. Ráðherra situr sem fastast og segist hafa hreina samvisku.  Varaþingmaður Framsóknarflokksins telur eðlilegt að öll gögn um persónulega hagi hælisleitenda séu gerð opinber, þar sem þau varði öryggi borgaranna.

Öryrkjabandalagið kynnti á dögunum rannsókn sem sýnir víðtæka fátækt og fá úrræði fyrir öryrkja í landinu. Auk þess sýndi sú rannsókn mikla fordóma í garð geðsjúkra hér á landi þar sem fáir treystu einstaklingum með geðraskanir til að annast börn þeirra. Ný almannatryggingalög voru samþykkt, en síðar hefur persónuvernd gert athugsasemdir við auknar heimildir stofnunarinnar til öflunar persónuupplýsinga öryrkja m.a úr sjúkraskrám. Vigdís Hauksdóttir birtist á vísi.is og talaði um hversu mikið aukið eftirlit með bótasvindli hefði sparað íslenskum skattgeiðendum fúlgur fjár.

Eftirlitsiðnaðurinn, þar sem fylgst er með hælisleitendum og öryrkjum þessa lands, virðist blómstra sem aldrei fyrr. Sýn margra, þ.m.t þeirra sem hafa völdin, er að friðhelgi einkalífs þeirra skipti litlu máli. Hinsvegar virðist ekki mega hafa eftirlit með bönkum og fjármálastofnunum eða byggja upp embætti sem verndar og berst fyrir hag neytenda – það er jú eftirlitsiðnaður sem þóknast núverandi stjórnvöldum illa.

Þá er ekki furða að maður spyrji sig: Mun sá tími renna upp þegar öryrkjar þessa lands þurfa að bródera gult Ö í barminn og hælisleitendur verða merktir með rauðu H-i á bakinu?

 

 

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *