Takk fyrir samstarfið!

Ég vil þakka samstarfsfólki mínu í Ungum Vinstri grænum fyrir gott samstarf í gengum árin. Ég gekk til liðs við UVG árið 2005 og sat í stjórn UVG starfsárið 2005-2006 sem meðstjórnandi. Ég gegndi síðan embætti formanns Ungra vinstri grænna í Reykavík starfsárið 2006-2007 og var jafnframt í framboði til alþingiskosninga það ár. Síðan tók ég mér hlé í tvö ár til að starfa með vinstri grænum í Reykjavík en kom aftur inn í stjórn UVG starfsárið 2009-2010. Nú hef ég setið minn síðasta landsfund sem ungliði.

Á  sama tíma og ég óska nýkjörinni stjórn til hamingju og óska þeim velfarnaðar á næsta starfsári vill ég þakka öllu samstarfsfólki mínu í UVG í genum árin. Munið að vera áfram róttæk og óhrædd við að veita okkur hinum aðhald – það er nauðsyn!

Lag dagsins; Young folks…
Pirr dagsins; að vera orðin “gömul”

Þangað til næst…

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

2 Comments

Filed under Blogg

2 Responses to Takk fyrir samstarfið!

  1. þú ert svo klökk og sæt

  2. Takk – ég er strax farin að sakna stjórnarfunda hjá UVG!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *