Fjórflokkur, stjórnmálastétt og valdaelíta…

Ég viðurkenni að ég hef ekki mikið fylgst með bloggheimum síðustu vikur þó ég lesi fréttir og greinar reglulega. Ég kíkti þó á ýmsar síður og umræður um sveitarstjórnarmál sem mynduðust í kommentakerfum bloggheima í gær. Þar er óspart talað um hrunið, spillinguna, styrkina og fjórflokkinn. Sjaldnast sé ég þó nema þrjá flokka nefnda í því samhengi – nefnilega hrunflokkana.

Það er talað um REI málið, óeðlilegar styrkveitingar til frambjóðenda hrunflokka í prófkjörum osfr. Síðan er talað um “stjórnmálastéttina” – ég er sammála því að endurnýjun á hinum pólitíska vettvangi er af hinu góða. Ég vil í þessu samhengi benda á að á lista VG er “venjulegt fólk” sem vinnur “venjulega vinnu” og tilheyrir ekki “stjórnmálastéttinni”. Síðan talar fólk um “valdaelítuna” í sama véfangi og það ræðir “fjórflokkinn”. Ég held að allir viti hverjir tilheyra “valdaelítunni” það kemur fram svart á hvítu í Rannsóknarskýrslu Alþingis.

Ég hef unnið með Vinstrihreyfingunni grænu framboði frá árinu 2005 í sjálfboðavinnu og af hugsjón. Ég tilheyri ekki valdaelítu, ég hef ekki þegið neina styrki og ég er ekki alin upp af “ungliðahreyfingum fjórflokkanna”. Ég er “venjulegur” Reykvíkingur sem bý í “venjulegri” blokkaríbúð og á “venjulegan” bíl árgerð 1999.

Ég gaf ekki kost á mér í forvali Vinstri-grænna til að “komast í góða vinnu”, mér líkar vel við starfið mitt.  Ég gaf kost á mér til að starfa að borgarmálum í Reykjavík til að vinna þeim góðu hugsjónum sem ég deili með Vinstri-grænum næstu fjögur árin.

Það er hinsvegar kjósenda að ákveða hvort svo verði.

Þangað til næst…

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *