Forgangsröðun?

Ég var á góðum fundi í dag þar sem frambjóðendur í Forvali VG þann 6. febrúar nk. kynntu sig og voru spurðir út í ýmis mál. Góð stemming var á fundinum sem heppnaðist í alla staði vel. Ég velti upp þeirri spurningu hvað það væri sem skipti okkur borgarbúa máli. Er það fólk eða steinsteypa? Eru það leikskólar fyrir alla eða golfvöllur í Viðey? Eru það frístundarheimili fyrir börnin okkar eða hesthús í Elliðaárdal? Er það orkan okkar í samfélagslegri eigu okkar allra eða á fárra höndum?

Þessum spurningum er auðvelt að svara. Fólkið á að vera í fyrsta sæti í okkar góðu borg. Sá sem lofar einhverju upp í ermina á sér við núverandi aðstæður er ekki að segja satt. Ég reyni að segja satt þegar ég segi að ástandið sé ekkert sérlega glæsilegt og verkefnin ærin. Við þurfum hinsvegar að forgangsraða í þágu fólksins í borginni, barnanna okkar og allra hinna. Vinstri græn þurfa að koma að borðinu í þeirri forgangsröðun með velferð, kvenfrelsi, félagslegt réttlæti og náttúruvernd að leiðarljósi. Það eru hreinar línur!

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *