Forvalshugleiðingar

Að afloknu forvali getur verið gagnlegt að líta yfir farin veg. Ég náði þeim árangri sem ég stenfdi að og er mjög þakklát fyrir þann stuðning sem mér hefur verið sýndur. Ég lærði að með mikilli vinnu og dugnaði er hægt að hafa áhrif á samfélagið  í kring um sig. Við getum öll haft áhrif – með því að taka þátt í samfélagslegri umræðu og þrýsta á stjórnvöld til breytinga. Ég hef starfað með Vinstri grænum frá 2005 þegar ég gekk inn í stjórn Ungra Vinstri grænna. Ég hef gengt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Vinstri græn. Ég hef ekki bara setið í stjórnum UVG, VGR , kjörstórnum og tekið þátt í starfi borgarstjórnarflokksins. Ég hef bakað vöfflur, þrifið klósett, borið út bæklinga og tekið þátt í grasrótarstarfinu.
Ég tel að félagsmenn í Reykjavík hafi valið flottan lista og ég hlakka til að takast á við þau erfiðu verkefni sem framundan eru.

Það verður Vinstri-grænt vor í Reykjavík!

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *