Framboðsyfirlýsing

Hér fyrir neðan kemur framboðsyfirlýsing mín vegna valfundar Vinstri grænna í Reykjavík þann 15. febrúar nk.

Elín Oddný Sigurðardóttir gefur kost á sér í 2-3 sæti á valfundi Vinstri Grænna í Reykjavík til  borgarstjórnarkosninga sem fer fram 15. febrúar næstkomandi.

Elín  er 34 ára gömul og er búsett í Háaleitishverfi ásamt eiginmanni sínum Haraldi Vigni Sveinbjörnssyni tónlistarmanni og börnunum þeirra,  Heklu Björt sem er fædd í júní 2007 og Huga Frey sem er fæddur í apríl 2012.

Elín er með meistaragráðu í félags- og kynjafræði frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð en starfar nú sem verkefnastjóri atvinnu- og menntamála hjá Klúbbnum Geysi sem er starfstengd endurhæfing fyrir geðfatlaða.

Elín hefur lengi verið virk í starfi VG, bæði í Reykjavík og á landsvísu. Hún hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir hreyfinguna, m.a. verðið formaður UVG í Reykjavík og ritari VG í Reykjavík. Elín situr nú í stjórn VG á landsvísu.

Undanfarið kjörtímabil hefur Elín verið fulltrúi VG í Reykjavík í mannréttindaráði og varamaður í velferðarráði og hverfisráði Háaleitis.

„Ég legg áherslu á velferð, kvenfrelsi, félagslegt réttlæti, mannréttindi, friðarmál og náttúruvernd.  Velferðar- og mannréttindamál eru mér sérstaklega hugleikin enda eiga allir að geta lifað með reisn í okkar góðu borg. Ég mun berjast fyrir bættu samfélagi og jafnrétti í víðum skilningi. Við verðum að svara kröfu samfélagsins um breytt vinnubrögð í stjórnkerfinu, þar sem samráð og samvinna kjörinna fulltrúa með hagsmuni heildarinnar ætti að vera regla frekar en undantekning. Sérhagsmunagæsla og vinapólitík ættu að heyra sögunni til. Við þurfum að tryggja aðgengi fólks að upplýsingum og stunda raunverulegt íbúalýðræði þar sem ákvarðarnirnar eru fluttar frá miðlægri stjórnsýslu og út til íbúanna.”

Með vinsemd og virðingu – Elín Oddný Sigurðardóttir

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Fréttir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *