Eflum úrræði í geðheilbrigðisþjónustu

Ég er hálf uggandi yfir því sem fram kom í kvöldfréttum á RÚV í kvöld. Fyrst var rætt um aukuð álag á BUGL vegna hrakandi geðheilsu barna og unglinga. Bráðainnlögnum hefur fjölgað m.a vegna sjálfsvígstilrauna. “Ástandið” er því farið að bitna á geðheilsu barna eins og ég hef óttast í talsverðan tíma. Við verðum að standa vörð um geðheilsu barna, bæði með því að efla BUGL til að sinna auknum fjölda og með því að bjóða upp á fleiri úrræði fyrir börn og unglinga. Síðar í fréttatímanum var rætt við lækni á geðdeild LSH sem talaði um aukna tíðni sjálfsvíga meðal fólks með geðræna sjúkdóma. Er þetta vísbending um að við þurfum að gera betur í málefnum fólks með glímir við geðræna sjúkdóma? Þarf ekki að auka úrræði þrátt fyrir erfiðan fjárhag ríkis og sveitarfélaga? Líf fólks er í húfi, bæði barna, unglinga og fullorðinna. Allir þekkja einhvern sem glímir við geðsjúkdóm eða hefur gert það. Sýnum samstöðu og bætum aðstöðu þeirra sem lifa með geðsjúkdóma óháð efnahagsástandinu. Það er spurning um velferð, félagslegt réttlæti og mannréttindi!

http://www.visir.is/article/20100205/FRETTIR01/219007927

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *