Góð hugmynd!

Ég fagna því að tillaga VG um að einstaklingar í atvinnuleit og þeir sem þiggja fjárhagsaðstoð fái frítt í sund og frítt bókasafnsskírteini hjá Borgarbókarsafni út árið 2010. Hér er um brýnt mál að ræða sem eykur lífsgæði fólks. Það er nefnilega ekki sjálfsagt mál að hafa efni á þessari þjónustu. Jórunn Ósk Frímannsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks fagnar þessu góða máli á blogginu sínu á eyjunni en gleymdi að minnast á að hér væri  tillaga frá VG á ferð. Fréttatilkynning frá Þorleifi Gunnlaugssyni borgarfulltrúa VG rataði inn á mbl.is og þar er málinu komið á hreint. Þetta mál var rætt í samhengi við hið  fræga mál Golffélags Reykjavíkur, þar sem annar borgarfulltrúi sjálfstæðismanna Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson taldi Golfvelli Golffélags Reykjavíkur vera mikilvægt tómstundarsvæði fyrir atvinnulausa þrátt fyrir árgjald upp á 75 þúsund krónur.

Þangað til næst…

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *