Harmi slegnir íbúar þurfa að reiða fram miljónir króna!

Málefni öldrunarmiðstöðvarinnar Hafnar í Hafnarfirði hafa verið í kastljósinu síðustu daga. Rekstur félagsins er í molum og nú standa íbúar fram fyrir því að þurfa að reiða fram miljónir króna ellegar missa húsnæðið. Þetta er kunnuglegt stef og muna flestir eftir fjölmiðlafárinu í kring um málefni Eirar á sínum tíma. En hvar liggur hundurinn grafinn? Er hið opinbera að bregðast eldra fólki?

Þetta er klárlega eðlileg spurning sem vert er að spyrja sig að í kjölfar þessarra tveggja mála. En hvað er fólk að kaupa þegar það kaupir sér þjónustuíbúð? Fjölmargir aðilar bæði byggingasamvinnufélög, félög eldra fólks og verktakar og einkaaðiliar byggja og selja bæði búseturétti og söluíbúðir í þjónustuíbúðum. Bent hefur verið á að meintir búseturéttir séu það oft á tíðum ekki. Miðað við fjölda mála sem upp hafa komið tengd kaupum aldraðra á íbúðum af þessu tagi er ljóst að einhversstaðar er pottur brotinn. Ljóst er að núverandi lagaumhverfi, regluverk og eftirlit í kring um byggingu og rekstur þjónustuíbúða fyrir aldraðra er ábótavant og spurning hvort verið er að selja köttinn í sekknum til eldra fólks í leit að öruggu húsnæði til að eyða ævikvöldinu. Við hljótum að geta gert betur við eldra fólkið okkar – það á það hreinlega skilið!

 

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *