Hugsum húsnæðiskerfið upp á nýtt!

Núverandi húsnæðiskerfi, þar sem séreignarhúsnæði og óöruggur leigumarkaður ræður ríkjum, svarar ekki breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu. Margar leiðir eru færar í öðrum búsetuformum en nú tíðkast. Íbúasamvinnufélög sem bjóða öruggt leigu- og kaupleiguhúsnæði fyrir einstaklinga og fjölskyldur er mikilvæg viðbót við það sem nú býðst. Slík félög hafa verið ráðandi á Norðurlöndunum um langt skeið og reynst vel. Til þess að þetta sé raunhæfur kostur þarf Reykjavíkurborg að eiga frumkvæði að samráði við Íbúðalánasjóð, félagsmálaráðneyti og íbúasamvinnufélög.  Húsnæði stendur autt víðsvegar um höfuðborgarsvæðið.  Það má nýta sem leigu – og kaupleiguhúsnæði og yrði rekið á félagslegum grunni. Það tryggir einstaklingum og fjölskyldum öruggt og boðlegt húsnæði á betri kjörum. Við eigum að hugsa húsnæðiskerfið upp á nýtt. Við þurfum ekki að festast í viðjum vanans.

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

1 Comment

Filed under Blogg

One Response to Hugsum húsnæðiskerfið upp á nýtt!

  1. Pingback: Dauði Sjálfseignarstefnunnar! « Elín Sigurðardóttir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *