Hulduherinn – hið leynda verkfall kennara!

Kjarasamningar Grunnskólakennara og Sambands Íslenskra sveitarfélaga eru lausir. Kennarar hafa boðað verkfall í þrjá kennsludaga,  þann fyrsta nú á fimmtudaginn. Það kemur mér mjög á óvart hversu litla umræðu kjaraviðræður kennara og boðað verkfall hefur fengið í fjölmiðlum. Hvers vegna er þessi þöggun um málið? Það er engu líkara en að grunnskólar landsins séu mannaðir af hulduher fagfólks sem foreldrar og vinnuveitendur ætlist til að annist og mennti börnin þeirra. Ég tel líklegt að allir sem spurðir yrðu  álits myndu lýsa því yfir starf grunnskólakennara og annarra sambærilegra stétta sé mjög mikilvægt fyrir samfélagið.

Oft hefur verið talað um breiðu bökin. Kennarar teljast þó varla tilheyra þeim hópi. Hvernig væri að láta breiðu bökin axla byrgðarnar og hlífa hinum? Við getum ekki litið á kennarastéttina sem hulduher og ætlast til að hún standi vaktina á hugsjóninni einni saman. Nægar eru hugsjónirnar innan raða kennara og mikil fagþekking, hana ber að virða og meta að verðleikum.

Sveitarfélögin eiga að sjá sóma sinn í því að tryggja kennurum mannsæmandi laun!

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *