Hún kláraði öldunginn…

Ég harma þær fréttir að til standi að leggja niður Öldungardeild Menntaskólans við Hamrahlíð nú um áramótin. Sjálf hef ég ekki stundað þar nám, en ég á fjölmarga vini og ættingja sem það hafa gert. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að ungt fólk lýkur ekki menntaskólaprófi 25 ára. Sumir eru að vinna oft vegna bágrar efnahagslegrar stöðu, aðrir glíma við sjúkdóma , enn aðrir eru sjálfboðaliðar í öðrum löndum á meðan sumir standa í því að eignast börn.

Alveg sama hver ástæðan fyrir því að einstaklingar ljúki seinna námi en “normið” gerir ráð fyrir þá er það auðlind að geta menntað sig og klárað stúdentspróf á seinni stigum. Ég þekki fjölmarga vel menntaða einstaklinga í góðum stöðum í samfélaginu sem luku námi seinna en núverandi lagabreyting gerir ráð fyrir.

Ég hef síðastliðin átta ár starfað í Klúbbnum Geysir sem er starfstengd endurhæfing fyrir geðsjúka. Þar af hef ég starfað sem verkefnastjóri atvinnu-og menntamála í sex ár. Klúbburinn Geysir byggir á hugmyndafræði Fountain House sem er alþjóðleg, við höfum tekið þátt í ýmsum ráðstefnum og þjálfunum bæði í evrópu og Bandaríkjunum. Eitt það sem flestir öfunda okkur af eru fjölmörg og fjölbreytt tækifæri einstaklinga til náms á ýmsum aldri. Önnur norðurlönd hafa t.d nelgt niður fullorðinsfræðslu í ákveðið mót sem getur reynst einstaklingum sem stunda nám á fullorðinsaldri sem hluta af endurhæfingu mjög erfitt.

Kerfið eins og það er byggt upp, þ.e að það leyfi fólki á öllum aldri að ljúka stúdentsprófi er eitt mikilvægasta verkfærið við að tryggja öllum jafnan aðgang að menntun, óháð efnahag, sjúkdóma eða annarrar félagslegrar stöðu. Því munu breytingar á því hamla tækifærum fjölmargra hópa til að afla sér menntunar á seinni stigum og vinna sig upp úr veikindum, fátækt og félagslegum vanda.

Ég mun sjá stórlega eftir Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og vona svo sannarlega að menntamálaráðherra sjái að sér og leiðrétti þennan rugling sem allra fyrst, öllum til hagsbóta.

 

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *