Hvar er umburðarlyndið og kærleikurinn? Um samskipti trúfélaga og skóla

Fyrir mér var það fullkomlega eðlilegt að styðja tillögu meirihluta mannréttindaráðs Reykjavíkur um samskipti skóla og trúar- og lífsskoðunarfélaga. Forveri minn í ráðinu hóf undirbúning að slíkri vinnu á síðasta kjörtímabili í kjölfar skýrslu starfshóps Menntasviðs Reykjavíkurborgar um samskipti kirkju og skóla frá árinu 2007. Það vekur hinsvegar ugg hjá mér í umræðunni hversu margir nota þau rök að „meirihluti íslenskrar þjóðar“ eða „meirihluti grunnskólabarna“ séu kristin. Fyrir mér snýst mannréttindabarátta um að tryggja réttindi minnihlutahópa í samfélaginu hvort sem það eru innflytjendur, samkynhneigðir, fatlaðir eða þeir sem aðhyllast aðra eða enga trú. Það vekur einnig hjá mér ugg hversu margir réttlæta réttindi meirihlutans með því  að það sé í lagi að skilja börn frá hópnum svo lengi sem þeim „standi annað til boða“ á meðan.

Starfshópurinn frá 2007 kom með ýmsar tillögur að stefnumótun í málaflokknum en þar kemur m.a fram að; „Forðast skuli aðstæður þar sem börn eru tekin út úr hópnum eða skylduð til að taka þátt í atburðum sem ekki samræmast trúar-eða lífskoðunum þeirra.“ Það er mér algjörlega óskiljanlegt að hægt sé að hafa annað en hagsmuni ALLRA barna að leiðarljósi í starfi borgarinnar. Felst ekki mismunun í því að aðskilja fáein börn frá hópnum vegna lífskoðana þeirra og/eða foreldra þeirra? Hvernig á t.d. þriggja ára gamalt barn að skilja af hverju það er skilið eftir á meðan allir félagarnir fara saman út af leikskólanum í spennandi skemmtiferð? Því ætlum við að skapa slíkar aðstæður í starfi með börnum í borginni? Það tíðkast t.d í Garðabæ að fara í kirkjuheimsóknir utan skólatíma  og hefur það skv. minni bestu vitund gengið vel.

Það ber að taka fram að tillaga mannréttindaráðs hróflar ekki við kennslu í trúarbragðafræðum í grunnskólum skv. aðalnámskrá enda á hendi menntamálaráðuneytis og ríkisvaldsins að breyta henni. Umræðan hefur einkennst af skorti á umburðarlyndi fyrir mismunandi lífsskoðunum fólks og hafa sleggjudómar fallið um að verið sé að stela jólunum frá reykvískum börnum. Ég furða mig á ofsafengnum viðbrögðum við tillögunni, sérstaklega frá fulltrúum kirkjunnar. Því er eðlilegt að maður spyrji sig í kjölfarið: Hvar er umburðarlyndið og kærleikurinn?

Deila:
 • Print
 • Facebook
 • Twitter
 • StumbleUpon

10 Comments

Filed under Blogg

10 Responses to Hvar er umburðarlyndið og kærleikurinn? Um samskipti trúfélaga og skóla

 1. Atli Jarl Martin

  Eyðimerkurtrúarbrögðin eru í eðli sínu allt annað en umburðarlynd gagnvart öðrum lífsskoðunum. Þess vegna vottar ekki fyrir þessu umburðarlyndi í málflutningi forsvarsmanna, fulltrúa og verndara þeirra og vonlítið að ætlast til að það muni nokkurn tímann breytast.

 2. Ingimar Oddsson

  Maður spyr sig…
  Mannfólk á auðvelt með að læra og meðtaka hluti á þess að spyrja spurninga, sérstaklega börn. Ég man vel þá þjáningu sem fylgdi efanum og hinni sjálfstæðu hugsun, óttanum við fordæmingu og jafnvel helvítisvist. Það eru algerlega tvær hliðar á trúarbrögðum, önnur er “góð” hin er “ill” og erfitt að sætta sig við að vera upphafinn á meðan hinir eru fordæmdir (og öfugt)
  Í þessarri umræðu er þá aldrei stigið skrefið að ræða neikvæðu hliðar trúarbragðanna nema þegar þær byrtast okkur hjá “öðrum” trúarbrögðum.
  Framtíðin þarfnast ekki fáfræði og fordóma, við munum vel komast af á þeirra. 🙂

 3. Takk fyrir frábæra grein. Allir prestar (og biskupar) þurfa að lesa hana!

 4. Elín E

  Sæl Elín.

  Ég fór að velta fyrir mér einu mikilvægu hvað varðar þessa umdeildu tillögu.

  Ég leyfi ég mér að efast um að tillagan standist 1. mgr. 2. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 þar sem tiltekið er að starfshættir grunnskóla skulu mótast m.a. af kristinni arfleifð íslenskrar menningar. Í ákvæðinu er ekki fjallað um önnur trúarbrögð eða trúleysi ef því er til að skipta. Því er erfitt að sjá hvernig það að takmarka að svo miklu leyti kristilega fræðslu samrýmist þessu ákvæði. Er þessi skilningur í fullu samræmi við 1. mgr. 62. gr. stjórnarskrárinnar þar sem íslenska ríkinu er falið að styðja og vernda íslensku þjóðkirkjuna.

  Er nánast samhljóða ákvæði að finna í 1. mgr. 2. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008.

  Nú má að sjálfsögðu hafa skoðanir á því hvort lögin og stjórnarskráin ættu eða ættu ekki að taka til þessara atriða en á meðan svo er sé ég ekki hvernig tillagan stenst lög.

  • Ekki er verið að hrófla við kennslu í kristum fræðum skv. aðalnámskrá hún verður á sínum stað. Einnig annarri kennslu s.s í íslensku og sagnfræði þar sem fjallað er um kristilega arfleið íslenskrar menningar. Tillagan tekur til afmarkaðra þátta s.s tilbeiðslu, bænahalds og þáttöku í trúarlegum athöfnum á skólatíma.

  • Ólafur Sigurðsson

   Var það ekki okkar elskulegur Sigurður Kári sem kom þessu inn á lokasprettinum, sá sami og vildi ræða sölu áfengis í verslunum í upphafi fyrsta þingfundar eftir kreppu.
   Þjóðin er ekki lengur að takast á við sjálfstæðismenn eingöngu, heldur kristna sjálfstæðismenn.

 5. Þetta er afar góður pistill, hafðu góðar þakkir fyrir!

 6. Þorsteinn Kolbeinsson

  Virkilega góð grein.

 7. Þorvaldur Örn

  Góð og þörf grein.

 8. Takk fyrir góðan pistil.
  Vonandi fáið þið einhverju áorkað. Það þarf kjark til og því er mikilvægt að við sem styðjum ykkur látum í okkur heyra.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *