Hver á að græða á velferðinni?

Samtök gróðadrifinna fyrirtækja í velferðarþjónustu í Svíþjóð eru uggandi yfir góðu gengi rauðgrænu flokkanna í skoðanakönnunum vegna kosninga þar i landi. Sýnt hefur verið fram á  að um 30 milljarðar sænskra króna, rúmlega 500 milljarðar íslenskra króna, var greiddur úr vasa sænskra skattgreiðenda í arð til  eigenda gróðadrifinna fyrirtækja í velferðarþjónustu í svíþjóð árunum 2008 – 2012.

Einkavæðing velferðarþjónustunnar þar í landi gekk hratt og hafa umsvif einkafyrirtækja í velferðarþjónustu tvöfaldast frá því að hægri stjórn tók við undir forystu Fredrik Reinfeldts. Þetta hlýtur að teljast mikið áhyggjuefni fyrir sænska velferðarkerfið enda eru sjö af hverjum tíu Svíum mótfallnir því að arður sé greiddur út úr velferðarþjónustu.

Hér á landi starfa einnig fjölmörg gróðasækin fyrirtæki í velferðarþjónustu. Ég tel það villandi í umræðunni að slík fyrirtæki séu innan samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu ásamt félögum og sjálfseignarstofnunum sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða (e. non-profit). Mikilvægt er að skilja á milli gróðarsækinna fyrirtækja og félagasamtaka og sjálfseignarstofnanna í umræðunni.

Hlutverk fyrirtækja er að framleiða vörur og þjónustu fyrir viðskiptavini sem er yfirleitt gert gegn greiðslu peninga. Hagnaðardrifin hugsjón fyrirtækjareksturs getur ekki átt við þegar við veitum velferðarþjónustu, þar sem sá arður sem greiddur er eigendum slíkra fyrirtækja koma úr vasa skattgreiðenda eða þeirra sem nota þjónustuna, oftast aldraðra eða fatlaðs fólks. Sú sama þróun og hefur átt sér stað í Svíþjóð er byrjuð að eiga sér stað hér á landi. Menn tala opinskátt um einkafjármögnun á byggingu nýs landspítala, fyrrverandi bæjarstýra greiðir sér tugmilljóna arð úr fyrirtæki í velferðarþjónustu á nokkra ára tímabili, og ráðherrar núverandi ríkisstjórnar telja eðlilegt að notendur velferðarþjónustu greiði í meira mæli úr eigin vasa til þess að hægt sé að fjármagna fyrirheit um “skattalækkanir”.

Samfélagið okkar er að breytast, engu er hlíft frá lögmálum markaðarins, ekki einu sinni velferðarþjónustunni.

Ég spyr – viljum við það?

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *