Hverju bjarga naglarnir?

Frá og með 15. apríl sl. er hægt að sekta ökumenn fyrir að aka um á nagladekkjum. En hverju bjarga naglarnir getur maður spurt sig? Mengun af völdum svifryks eykst ár frá ári. Svifryksmengun verður mikil í mildu og þurru veðri eins og hefur verið síðustu misseri hér í Reykjavík. Ég hef lengi haft áhyggjur og varað við mengun af völdum svifryks í borginni. Ég skrifaði grein um málefnið í Hverfisblað Laugardals, Háaleitis og Bústaða sem einnig birtist á vinstri.is. Mælingar fara æ oftar yfir viðmiðunarmörk og eitthvað verður að gera. Mér brá þegar ég las á síðu norðurlandaráðs að fleiri látist af völdum svifryksmengunar en í umferðarslysum á norðurlöndunum. Því er hægt að spyrja sig; hverju bjarga naglarnir?

Þangað til næst…

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *