Í hvaða borg býr Jórunn?

Las áhugavert blogg Jórunnar Ósk Frímannsdóttur formanns strætó BS á eyjunni í dag. Þar heldur hún því fram að það sé ódýrt og auðvelt að taka strætó í Reykjavík og nágrenni. Ég tek sjálf strætó einstaka sinnum en alls ekki nógu oft til að vera dómbær á leiðakerfið og hentugleika þess. Ég kaupi 10 miða kort sem dugar ansi lengi. Ég er hinsvegar í samskiptum við fólk sem bæði notar strætó daglega og vinnur við að keyra hann. Engin þeirra sem ég talaði við er ánægður með leiðakerfið, tíðni ferða og aðgengi að þjónustu. Jórunn treystir sér hinsvegar til að gefa strætó toppeinkunn því hún notar hann á 3ja vikna fresti. Hvernig væri að ræða við þá sem nota Strætó daglega? Lokun miðasölu á Lækjartorgi kom sér t.d. illa fyrir stóran hóp. Ég hef notað strætó í flestum höfuðborgum norðurlandanna auk þess sem ég bjó í Lundi í Svíþjóð. Þar notaði ég einungis almenningssamgöngur og var ánægð með þjónstuna að flestu leyti. Hjá strætó BS er mikla breytinga þörf, breytinga sem þurfa að byrja á samráði við notendur strætó og vagnstjóra. Við þurfum að hugsa þjónustuna upp á nýtt og bjóða borgarbúum hagkvæman, umhverfisvænan og ódýran kost við einkabílinn. Það dregur úr umferð, mengun og svifryki og það gagnast öllum borgarbúum.

Það er ekki nóg að strætó sé hagkvæmur kostur og umhverfisvænn. Það þarf að vera aðgengilegt og auðvelt að nota hann og þar erum við Jórunn greinilega ósammála. 

Hér má lesa blogg Jórunnar

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *