Í leikskóla er gaman

Dóttir mín er 2 1/2 árs og dvelur á leikskóla hér í Reykjavík flesta daga frá 08.15-16.15. Þar fer fram frábært faglegt starf og foreldrasamráð er mikið. Auðvelt er að nálgast upplýsingar og kynna sér starfið sem þar fer fram. Dóttir mín byrjaði í Apríl 2008 og síðan þá hefur starfsdögum fjölgað þar sem yfirvinna starfsmanna er bönnuð. Foreldrakvöld eru nú foreldramorgnar og svo mætti lengi telja. Við fengum þau skilaboð að skólinn væri fullmannaður en niðurskurður væri mikill, ekki mætti búast við miklu viðhaldi innan né utandyra. Dregið yrði úr sérkennslu og öðrum úrræðum. Ég vil þó ítreka að ég er mjög ánægð með leikskóla dóttur minnar, hann er til fyrirmyndar.

Hinsvegar er ég uggandi um hvert stefnir og hversu lengi er hægt að skera niður á leikskólum sem á góðæristímum fengu verðlaun frá borginni fyrir fyrirmyndarrekstur (þ.e góða fjármálastjórn og ekkert bruðl). Ég hef líka áhyggjur af þeim fjölmörgu foreldrum sem nú hafa misst vinnuna og gætu þurft að hætta með börn sín á leikskóla vegna fátæktar.

Leikskólar eru ekki “geymslustaðir” fyrir börn, þeir eru fyrsta skólastigið þar sem fagfólk vinnur í þroskandi starfi. Maður myndi þó stundum vilja að barnið manns dveldi skemur en 8 tíma á dag og því reynum við hjónin stundum að fara seinna og sækja fyrr ef vinnan leyfir. Það verður að standa vörð um leikskólann og tryggja börnunum okkar ásamt starfsfólki leikskólanna örugga framtíð.

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

2 Comments

Filed under Blogg

2 Responses to Í leikskóla er gaman

  1. Þuríður

    Alveg sammála þér Elín. Það sem ég myndi vilja fá er skilgreining á því hver sé grunnþjónusta við börnin, þar sem fjallað er um að grunnþjónusta barnanna skerðist ekki. Nú eru leikskólakennarar ekki lengur leystir af vegna undirbúnings, mér var tilkynnt að af þessum sökum félli niður markviss málörvun í leikskóla sonar míns sem búið var að vinna með frá byrjun skólaárs. Treysti á að þú beitir þér fyrir leikskólamálum í borgarpólitíkinni, bestu kveðjur, Þura.

  2. Já það hefur verið vandinn með “grunnþjónustuna” við í VG höfum talið fleiri hluti þar inn en íhaldið í Reykjavík síðustu misseri. Það verður að standa vörð um leikskólanna, fjárhagsspáin er ekkert sérlega glæsileg en það má bara ekki blóðmjólka þá mikið meira. Ég geri mitt besta til að beita mér í þessum málum sem og öðrum sem varða velferð barna í okkar góðu borg.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *