Kynferðisofbeldi, leyndarhyggja og þöggun.

Kæru félagar

Lokið hefur sprungið af leyndarhyggjunni, leyndarhyggjunni sem stendur vörð um gerendur kynferðisofbeldis og leggur ábyrgð á þolendur. Athugasemdir um “meint” brot og hegðun og klæðaburð þolenda eru ekki til umfjöllunar í öðrum tegundum afbrota en kynferðisbrota. Kæru félagar, það skiptir máli hverjir stjórna í samfélaginu. Í Reykjavik starfrækjum við Bjarkarhlíð sem er miðstöð fyrir hvers kyns þolendur ofbeldis. Markmið með stofnun Bjarkarhlíðar er að veita samhæfðan stuðning og ráðgjöf til þolenda ofbeldis, en auk þess stuðla að fræðslu um eðli og afleiðingar ofbeldis og gefa skýr skilaboð um að ofbeldi verði ekki liðið í okkar samfélagi.

Á þeim sex mánuðum sem liðið frá stofnun Bjarkarhlíðar hafa 193 einstaklingar leitað þangað. Af þeim eru 171 kona og 18 karlar. Yfir helmigur mála eru heimilisofbeldismál þar sem andlegt líkamlegt og / eða kynferðisofbeldi kom við sögu. Einnig hafa einstaklingar verið aðstoðaðir við að komast úr vændi. Í Bjarkarhlíð starfar rannsóknarlögreglukona í fullu starfi sem aðstoðar brotaþola við að leita réttar síns og eftir atvikum kæra. Alls voru lagðar fram 36 kærur vegna ofbeldis á tímabilinu.

Rannsóknir hafa sýnt að börn hafa að meðaltali reynt að segja sjö sinnum frá því ofbeldi sem þau verða fyrir, bæði andlegu, líkamlegu og kynferðislegu áður en einhver hlustar á frásagnir þeirra. Nú hafa brotaþolar og aðstandendur þeirra ákveðið að láta í sér heyra bæði undir #konurtala og #höfumhátt. Nú eru brotaþolar kominir með rödd og þeir hafa hátt og tala. Það er okkar að hlusta. Afnám laga um uppreist æru er aðeins byrjunin. Við þurfum heildarendurskoðun á kefinu. Ljóst er að hreinskiptin umræða um ofbeldi er til þess fallin að rjúfa þögnina sem allt of lengi hefur umlukið ofbeldi. Við sem samfélag megum aldrei viðurkenna, afsaka eða samþykkja ofbeldi af neinu tagi.

Við þurfum að hlusta á þolendur ofbeldis og taka mark á þeim, þeir eiga það skilið!

Ræða flutt á landsfundi VG 6. október 2017.

 

 

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Ræður

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *