Læknar úr opinberum störfum á einkastöðvar

“Læknar hafa áhyggjur af því að nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar verði ekki til þess að heimilislæknum fjölgi á höfuðborgarsvæðinu heldur flytji heimilislæknar sig úr opinbera geiranum yfir í einkageirann.”

Svona byrjar frétt sem birtist á vísi.is í dag. Ég deili svo sannarlega þessum áhyggjum læknanna. En í ljós hefur komið að í stjórn Heilsugæslunnar Höfða sem var eina félagið sem bauð í rekstur heilsugæslu á Bíldshöfða (sem er ekki góð staðsetning f. íbúa) sitji fimm læknar þar af eru fjórir þeirra þegar starfandi á heilsugæslustöðvum á Höfuðborgarsvæðinu. Þetta er sannarlega áhyggjuefni, þarna færast læknar úr opineru kerfi yfir í einkakerfi þar sem þeir geta greitt sér arð úr rekstri fyrir almannafé. Staðsetningar nýju stöðvanna þriggja virðast ekki byggja neinu mati á því hvar á svæðinu sé mest þörf fyrir þjónustu og útboði háttað þannig að einungis einn aðili býður í rekstur á hverri stöð (ætli það sé tilviljun?).

Í lokin vil ég lýsa yfir áhyggjum yfir nýju greiðslufyrirkomulagi á þjónustu Heilsugæslustöðva. Fyrirkomulagið sem ráðherra kallar að “fé fylgi sjúkling” er að sænskri fyrirmynd og heitir þar í landi “vårdval¨en það módel var dæmt úr leik af sænsku ríkisendurskoðuninni árið 2014 þegar úttekt leiddi í ljós að fyrirkomulagið dró úr jafnræði í kerfinu. Þeir sem veikari voru og efnaminni fengu verri þjónustu á meðan þeir sem voru hraustari og efnameiri voru ofþjónustaðir. Auk þess hafa fjölmörg fámenn svæði orðið nánast án heilbrigðisþjónustu vegna fyrirkomulagsins.

Málið snýst því ekki einungis um útboð á þremur einkareknum Heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu, það snýst um grundvallarbreytingu á heilbriðgisþjónustu í landinu og þeirri sýn að öflug heilsugæsla skuli standa öllum til boða, óháð efnahag og búsetu. Ef raunverulegur vilji stæði til að efla heilsugæsluna væri einfaldasta leiðin til þess að leggja meira fé í málaflokkinn.

 

 

 

Deila:
 • Print
 • Facebook
 • Twitter
 • StumbleUpon

2 Comments

Filed under Blogg

2 Responses to Læknar úr opinberum störfum á einkastöðvar

 1. Kristbjörn Árnason

  Er það ekki rétt munað hjá mér, að gert sé ráð fyrir að heilsugæslustöð verði í hverfinu Grafarholt/Úlfarsárdalur? Þ.e.a.s. í skipulagi borgarinnar.
  kveðja

  • elinsig

   Sæll Kristbjörn, nú þekki ég ekki nógu vel til skipulags þess hverfis, en geri ráð fyrir að svo sé. Ég skal athuga það mál betur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *