Leikskóli fyrir alla

Ég las grein í Fréttablaðinu í gær þar sem kom fram að 120 börn 18. mánaða og eldri biðu eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Sviðstjóri leikskólasviðs tók fram að ástandið hefði ekki verið jafn “gott” þau 15 ár sem hún hefði starfað hjá sviðinu. Öll stöðugildi á leikskólum væru mönnuð og öll pláss nýtt. Hinsvegar væru laus pláss hjá einkarekna leikskólanum Öskju en þar greiðir borgin með 50 börnum.

Ég fór þá að velta fyrir mér hvort að allir ættu ekki að sitja við sama borð þegar kemur að leikskólavistun fyrir börn þeirra í Reykjavík? Er eðlilegt að sumir geti rukkað hærri gjöld? Hvaða “val” hafa foreldrar? Er það gott ástand að 120 börn bíði vistunar? Er hægt að hugsa um uppbyggingu á þessu sviði sem atvinnuskapandi verkefni? Spurningarnar eru margar en eitt er á hreinu – það eiga öll börn að sitja við sama borð þegar kemur að dvöl á leikskólum borgarinnar – óháð efnahag. Ég tel ekki eðlilegt ef svo er að hægt sé að “kaupa” betri þjónustu. Börnin okkar eiga betra skilið.

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *