Ógnarstjórn í Myanmar (Búrma)

Árið 1990 voru þingkosningar í Myanmar (Búrma) og flokkur Auang San Suu Kyi var sigurvegari kosninganna. Hún hefur hlotið athygli alþjóðasamfélagsins vegna baráttu sinnar fyrir lýðræðisumbætur í landinu. Ýmis alþjóðleg mannréttindasamtök á borð við Amnesty International fylgjast náið með ástandi mannréttindamáli í landinu. Nauðungarvinna, barnaþrælkun og mansal kynlífsþræla er útbreidd. Myanmar er gríðarlega einangrað frá alþjóðasamfélaginu, öll umferð um netið fer fram undir eftirliti auk þess sem málfrelsi er lítið sem ekkert. Ríflega 2.100 pólitískir fangar eru nú í landinu.

Herforingjastjórnin notar kynbundið ofbeldi sem stjórntæki til að halda þegnunum í skefjum. Sterkur grunur er um að skipulagðar nauðganir á konum fari fram í landinu í nafni þjóðernishreinsana. Þjóðarmorð á minnihlutahópum er hinsvegar staðreynd í landinu. Alþjóðasamfélagið hefur fjallað lítið sem ekkert um þessi þjóðarmorð og annað „Rawanda“ viðrist vera að eiga sér stað á allra vitorði.

Herforingjastjórn ræður ríkjum í Myanmar undir forystu Than Shwe. Ríkisstjórn og þingheimur er nær allur skipaður herforingjum. Lýðræðislega kjörnir fulltrúar sem kosnir voru árið 1990 hafa verið í útlegð frá því í desember það ár. Auang San Suu Kyi hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir þá baráttu sína fyrir lýðræðisumbótum í landinu árið 1991. Hún hefur ítrekað verið sett í stofufangelsi af herforingjastjórninni. Hún hefur ítrekað setið í stofufangelsi frá árinu 1990, samfellt frá árinu 2003.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram í landinu árið 2008 og var hún samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Það voru fyrstu kosningar í Myanmar síðan árið 1990. Framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar hefur verið þar sem talið er að starfsfólk kjörstjórnar hafi fyllt út kjörseðla í stórum stíl á sumum kjörstöðum og kjósendur hvergi komið þar nærri. Í nýrri stjórnarskrá er Auang San Suu Kyi meinað að bjóða sig fram til opinberra embætta.

Kosningar fóru fram í landinu þann 7. nóvember sl. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt kosningarnar sem geta varla talist lýðræðislegar og útkoman lítið annað en pólitískur skrípaleikur. Flokki Auang San Suu Kyi var bannað að bjóða sig fram í kosningunum. Václav Havel fyrrverandi forseti Tékklands hefur vakið athygli á ástandinu á alþjóðavettvangi og varað alþjóðasamfélagið við að taka „kosningarnar“ í landinu alvarlega.

Ég tek heilshugar undir orð hans, við verðum að fordæma ástandið í Myanmar. Mikilvægt er að alþjóðasamfélagið beiti herforingjastjórnina öllum tiltækum ráðum til að fá hana að samningsborðinu og binda enda á ógnarstjórn síðustu áratuga í landinu!

Greinin birtist í Dagfara – tímariti samtaka hernaðarandstæðinga 1.tbl 37.árg

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Greinar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *