“Sá sem kemur fyrst í mark er ekki endilega sigurvegari” – Örþon, Geysisdagurinn og fleira skemmtilegt!

Á morgun verður Geysisdagurinn haldinn hátíðlegur í Klúbbnum Geysi i þriðja sinn, dagskrá verður í og i kring um húsnæði klúbbsins Skipholti 29 frá kl. 11-16 á morgun, laugardaginn 8. júní.

Tilgangur Geysisdagsins er að kynna starfssemi klúbbsins, afla fjár og hafa gaman saman. Klúbburinn Geysir var stofnaður fyrir 13 árum síðan af iðjuþjálfum og einstaklingum með geðræn vandamál sem fannst vanta úrræði fyrir fólk í bata. Starfssemi Klúbbsins byggir á hugmyndafræði Fountain House, sem felst í að efla getu og styrk einstaklingsins á hans forsendum, þeir sem sækja klúbbinn eru félagar en ekki sjúklingar eða skjólstæðingar.  Daglega koma um þrátíu manns og taka þátt í hinum margvíslegu  verkefnum sem þar fara fram í vinnumiðuðum degi. Áhersla er lögð á að vinna á jafningjagrundvelli og taka félagar þátt í allri starfssseminni. Öll starfssemi er í þágu Klúbbsins til að styrkja hann og efla og aðstoða félaga til að endurheimta sjálfstraust og sjálsvirðingu á nýjan leik.

Geysisdagurinn er haldinn hátíðlegur í þriðja sinn en þá verður sannkölluð karnivalstemming í Skipholtinu. Þorsteinn Guðmundsson uppistandari verður með “geðveikt” uppistand, trúbadorinn Helgi Valur tekur nokkur lög og húsbandið Keli og Kiðlingarnir halda uppi stuðinu. Einnig verður veitingasala, grill og flóamarkaður en allur ágóði rennur til starfssemi Klúbbsins.

Örþon er 92m hlaup/ganga með frjálsri aðferð og er þátttökugjald 1.500 kr sem rennur óskipt til styrktar Klúbbsins Geysis. Örþoninu er m.a ætlað að storka við hefðbundum lífsgæðakapphlaupshugmyndum,  sá sem kemur fyrst í mark er ekki endilega sigurvegarinn. Hægt er að fá verðlaun fyrir að taka þátt, gera sitt besta og fjölmargt fleira. Örþoninu er einnig ætlað að vera vettvangur til að gleðjast saman og vekja athygli á því að Geðsjúkdómar eru ekki feimnismál í samfélaginu. Annie Mist tvöfaldur heimsmeistari í Cross Fit mun ræsa Örþonið kl. 13. 00 og eru allir velkomnir!

Hlakka til að sjá ykkur öll á morgun!

Ýmsir hlekkir;

Klúbburinn Geysir

Viðtal í síðdegisútvarpinu

Viðtal í Reykjavík Síðdegis

Myndband um Klúbbinn Geysi

Lag dagsins: Yfir hóla og hæðir – Svavar Knútur

Pirr dagsins: Fordómar og gamaldags hugsun…

Þangað til næst….

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *