Samfélag jöfnuðar skilyrðir ekki fjárhagsaðstoð!

“Okkur finnst ekki eðlilegt að námsmaður geti rölt inn á hverfismiðstöð og fengið fjárhagsaðstoð yfir sumarið í stað þess að fá sér vinnu.”

Þetta eru orð Dags B. Eggertssonar oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavik. Í sama streng hefur borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Björk Vilhelmsdóttir tekið. Þessa skoðanir hafa einnig Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og Heiða Helgadóttir varaborgarfulltrúi Bjartrar Framtíðar.

Svar þeirra við vaxandi fátækt og misskiptingu í samfélaginu virðist vera að skilyrða fátæka út af fjárhagsaðstoð í sveitarfélaginu. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er síðasta úrræði fólks til að framfleyta sér og sínum þegar allt annað er á þrotun. Það er auk þess lögbundin skylda sveitarfélaga að veita hana. Fjárhagsaðstoð í Reykjavík er nú um 150 þúsund krónur á mánuði.

Mér þykir það sæta furðu að ekki sé meiri umræða um það meðal jafnaðarmanna í Reykjavík að oddviti þeirra vilji lagabreytingu á Alþingi sem heimilar skilyrðingar á fjárhagsaðstoð. Samfélagssáttmáli félagshyggjuafla snýst um það að axla sameiginlega ábyrgð á þeim sem á þurfa að halda. Það að skilyrða fjárhagsaðstoðina brýtur í bága við þennan sáttmála. Samfélag félagslegs réttlætis og jöfnuðar skilyrðir ekki fjárhagsaðstoð.

Það er sjálfsagt og eðlilegt réttlætismál að greidd sé fjárhagsaðstoð til þeirra sem þurfa án skilyrðinga.

Við þurfum að stuðla að virkri þátttöku borgaranna, hvetja til atvinnuþátttöku og náms ásamt virkniverkefna. Notum ávallt hvatningu og jákvæð formerki stað hótana og skilyrðinga.

“Welfare to work” í anda nýfrjálshyggju Thatchers og Reagan á ekkert erindi í borgarstjórn Reykjavíkur árið 2014.

 

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *