Samtakamáttur launafólks

Í dag runnu kjarasamningar aðildarfélaga ASÍ og SA út. Nú er staðan þannig að lang stærstur hluti launafólks á almennum vinnumarkaði eru með lausa samninga. Enn fleiri samningar td. milli BSRB og hins opinbera renna út fljótlega ásamt fleiri samningum. En í hvaða stöðu er launafólk til að semja við vinnuveitendur um kaup og kjör?

Ég hef áhyggjur að komandi kjarasamningarviðræðum. Erfitt er að semja í kreppu þegar launafólk á að þakka fyrir að vera í vinnu í stað þess að standa í röðum eftir bótum. Ég treysti samtökum launafólks til að gera raunsæjar kröfur. Ljóst er að hækka verður lægstu launin og að hið opinbera verður að ganga lengur í að hækka skattleysismörk meira en þegar hefur verið gert. Þó er staðan þannig að í mínu félagi sem er BHM hefur staðan hreinlega versnað hjá mörgum og þar sem fjölmargir hafa tekið á sig beinar kjaraskerðingar, þetta verður að hafa í huga þegar gengið er til samninga á nýjan leik.

Ég óttast þau stöðuna í baráttunni fyrir bættum kjörum launafólks og varla hægt að segja að launþegar og vinnuveitendur sitji við sama borð í árferði sem þessu.

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *