Sjálfstæðismenn í borginni senda notendum fjárhagsaðstoðar kaldar kveðjur!

Á fundi borgarstjórnar í desember sl. lögðu Sjálfstæðismenn fram tillögu þess efnis að í stað þess að hækka fjárhagsaðstoð mv. forsendur fjárhagsáætlunar upp í tæpar 185 þúsund krónur á mánuði yrði fjárhagsaðstoð lækkuð til „samræmis við meðalupphæð fjárhagsaðstoðar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu“. Slík „samræming“ myndi fela í sér lækkun fjárhagsaðstoðar í tæpar 150 þúsund krónur á mánuði eða um tæpar 35 þúsund krónur á mánuði. Þarna skín í gegn sú skoðun sjálfstæðismanna í borginni að þeir verst settu í samfélaginu eigi að taka á sig miklar skerðingar þannig að hægt sé að fara í önnur „mikilvæg“ verkefni á borð við endurnýjun gervigrasvalla, lengingu á opnunartíma sundlauga og byggja stokka og mislæg gatnamót. Mikilvægt er að mæta fólki þar sem það er statt og aðstoða þá verst settu til að ná tökum á lífi sínu og tryggja þátttöku allra í samfélaginu. Nógu lág er nú fjárhagsaðstoðin samt, en um það erum við og sjálfstæðismenn í borginni greinilega ósammála.

 

 

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *