Skattagrýlan

Sjálfstæðismenn kynntu áherslur sínar til komandi borgarstjórnarkosninga í Hljómskálagarðinum í gær. Í frétt á mbl.is sem heitir “Skattar verði ekki hækkaðir í Reykjavík” má finna eftirfarandi texta;

„skattar verði ekki hækkaðir í Reykjavík og gjöld fyrir grunnþjónustu verði áfram með þeim lægstu á landinu.”

Þannig að útsvarshækkun sem kostar manneskju með 400 þúsund kr. laun 1.000 kr. á mánuði er ósanngjörn og kemur ekki til greina til að verja velferðarkerfið í Reykjavík. Gjöld fyrir grunnþjónustu “verða áfram með þeim lægstu á landinu” hvað þýðir það? Kemur til greina að hækka gjaldskrá leikskóla? Hvað með grunnskóla? Eða ferðaþjónustu fatlaðra? Heimaþjónustu? Hversu lágt er “með þeim lægstu”?

Ég spyr mig hvort það sé sanngjarnara að fólk borgi til sameiginlegra verkefna út frá getu á meðan það hefur tekjur eða hvort rukka eigi sérstaka hópa fyrir þjónustu borgarinnar, barnafjölskyldur, aldraða, öryrkja og fatlaða. Það er vitað mál að hluti þessara hópa s.s öryrkjar þurfa að draga fram lífið á bótagreiðslum.

Það virðist því sem skattagrýlan sé vöknuð á nýjan leik hálfum mánuði fyrir kosningar. Kosningar sem snúa um grundvallaratriði og sýn á samfélagið. Ég vona að sem flestir borgarbúar kjósi Velferð og Félagslegt réttlæti þó svo að það geti kostað l.000 krónur á 400 þúsund króna mánaðarlaun.

Þangað til næst…

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *