Spilling?

Spilling í stjórnmálum hefur verið mikið til umræðu síðustu misserin. Flestir virðast þó sitja sem fastast eða taka sér “leyfi” frá störfum um óákveðin tíma. Jón Gnarr sýndi kunnuglega takta þegar hann sagðist ekki hafa komið nálægt gjaldþroti Tvíhöfða ehf (1. Fyrra sig ábyrgð). -það hefði verið á ábyrgð Sigurjóns Kjartanssonar (2. Kenna öðrum um) sem hann benti síðan á að væri ekki á lista Besta flokksins. Hann teygði síðan lopann og fór að tala um eitthvað annað (3. Dreifa athyglinni). Þarna held ég að Jón hafi verið að vísa í margkveðna vísu sjálfstæðismanna sem ef marka má auglýsingu í fréttablaðinu í dag vilja ekki láta fréttast að þeir séu sjálfstæðismenn en nafn flokksins kemur þar hvergi fyrir í glansauglýsingu með mynd af B0rgarstýru og slagorðinu “Vinnum saman í Reykjavík” . Er verið að auglýsa fundi með borgarstjóra eða eru þetta framboðsfundir sjálfstæðismanna – mörkin eru óskýr þar á milli. Síðan til að toppa herlegheitin þá segir Sigrún Björk Jakobsdóttir fyrrverandi bæjarstýru á Akureyri þegar hún er spurð um eignatilfærslur til hennar frá eiginmanni hennar “Þetta er lögformlegur gjörningur á milli okkar hjóna, fyrst og fremst til að hafa allt á hreinu”! Gott að það sé á hreinu!

Deila:
 • Print
 • Facebook
 • Twitter
 • StumbleUpon

4 Comments

Filed under Blogg

4 Responses to Spilling?

 1. Torfi Stefán

  Hvað er bara byrjað að skjálfa fyrir kosningar ? 🙂

 2. Manni finnst umræðan lítið komin af stað, síðan eru íslendingar mjög fljótir að gleyma…

 3. Torfi Stefán

  ég man enn eftir borgarstjóraleiknum sem allir flokkar áttu þátt í á síðasta kjörtímabili og þar hefur ekki orðið nein endurnýjun á fólki ef Framsókn er undanskilin. Þannig að sjálfum líst mér vel á Besta flokkinn

  • Stólaleikurinn var engum til sóma. Ég er nú frekar að benda á hvernig Jón Gnarr notar húmor til að leika eftir afsakanir sem aðrir stjórnmálamenn sem sakaðir hafa verið um spillingu nota. Margt verra en besti flokkurinn held ég…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *