Þögnin er versti óvinurinn – ekki gera ekki neitt!

Ég tók þátt í “Reykjavíkurborg – gegn ofbeldi” í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundu ofbeldi

“Þetta kemur mér ekki við”
“Ég ætla ekkert að skipta mér af þessu”
“Þetta er þeirra einkamál”

Á degi hverjum verða konur og börn fyrir ofbeldi á heimili sínu, það gæti verið heimilið við hliðina á þínu. Þetta gæti verið vinkona þín, systir, vinnufélagi þinn eða fyrrverandi skólafélagi sem verður fyrir ofbeldinu. Oftast er það núverandi eða fyrrverandi maki eða sambýlismaður sem er gerandi.

Heimilisofbeldi er ein birtingarmynd kynbundins ofbeldis, ofbeldis sem varðar okkur öll. Við getum öll í sameiningu lagt okkar að mörkum til að skapa samfélag þar sem við gefum skýr skilaboð um að kynbundið ofbeldi sé ekki liðið.

Við skulum vera góðir vinir vænir nágrannar og ekki líta á það sem hnýsni eða afskiptasemi að spyrja spurninga og rétta fram hjálparhönd. Einnig er mikilvægt að við áttum okkur öll á því að ef að barn er á heimilinu þar sem ofbeldi er beitt ber okkur að bregðast við. Tilkynningarskylda til barnaverndaryfirvalda er til staðar ef grunur liggur á að börn verði fyrir vanrækslu, ofbeldi eða búi inni á heimili þar sem ofbeldi er beitt.

Ekki gera ekki neitt!
Heimilisofbeldi er ekki einkamál þeirra fjölskyldna sem fyrir því verða!
þögnin er versti óvinurinn!

 

Ég fékk þann heiður að vinna með myndlistarkonunni Laufeyju Jónsdóttur í þessu verkefni og þið getið séð afraksturinn hér.

 

 

Deila:
  • Print
  • Facebook
  • Twitter
  • StumbleUpon

Leave a Comment

Filed under Blogg, Fréttir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *