Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig – stóð það ekki í biblíunni?
Ofstæki og hatur í umræðunni um byggingu Mosku í Reykjavík hefur verið áberandi upp á síðkastið. Komment á samfélagsmiðlum og greinaskrif í blöð gefur tilefni til að ætla mikla heift og hatur í garð múslíma á íslandi. Margar rangfærslur hafa verið viðhafðar s.s að verið sé að reisa Moskvu á íslandi en hún er eins og flestir vita höfuðborg Rússlands og ekki stendur til að flytja hana til Reykajvíkur svo ég best viti. Mörg mál eru þannig að eðlilegt er að fólk hafi á því mismunandi skoðanir, skipulagsmál er eitt þannig mál. En blöndum ekki saman umræðu um skipulagsmál þ.e úthlutun lóðar og þá hvar undir Mosku við hatursorðræðu í garð Múslíma á íslandi, því þetta er í eðli sínu mjög ólíkt. Það að hafa skoðun á því hvort það sé í verkahring Reykjavíkurborgar að úthluta lóðum undir húsnæði skráðra trúfélaga og staðsetningu slíkra lóða er eitt, en hatur og fordómar í garð ávkeðinna trúarbragða er allt annað. Verum skynsöm, ræðum málin í sameiningu án haturs og fordóma. Ég er þeirrar trúar að það sé nóg pláss fyrir alla í Reykjavík!
Munum að við verðum að standa vörð um almenn mannréttindi, ekki vara stundum heldur allaf!
Ég sá þessa mynd á Facebook og læt hana fljóta með hér
Pirr dagsins; fordómar og hatur
Lag dagsins; Blowing in the wind -Bob Dylan
Þangað til næst…